Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2018 | 08:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur á 70 á 3. hring

Axel Bóasson, GK og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG byrjuðu báðir á móti Áskorendamótaraðar Evrópu, Prague Golf Challenge.

Axel náði ekki niðurskurði og munaði aðeins 2 höggum!

Birgir er búinn að spila á samtals 211 höggum (73 68 70) og er T-39 eftir 3. dag!

Lokahringur mótsins verður spilaður í dag.

Fylgjast má með gengi Birgis Leifs með því að SMELLA HÉR: