Kevin Na
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2018 | 23:59

PGA: Na sigraði á Greenbrier

Það var bandaríski kylfingurinn Kevin Na, sem sigraði á A Military Tribute at The Greenbrier mótinu, sem var mót vikunnar á PGA Tour

Na lék á samtals 19 undir pari og átti heil 5 högg á þann sem næstur kom, Kelly Kraft.

Þriðja sætinu deildu síðan þeir Brandt Snedeker og Jason Kokrak á samtals 13 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á  A Military Tribute at The Greenbrier með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta lokahrings  A Military Tribute at The Greenbrier  með því að SMELLA HÉR: