Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2018 | 10:00

Heimslistinn: Willett kominn í 90. sætið!!!

Mexíkanski kylfingurinn Abraham Ancer sem sigraði á Opna ástralska nú um helgina í The Lakes golfklúbbnum fer upp um heil 36 sæti á heimslistanum úr því 96 í 60. sætið!!! Hann er meðal hástökkvara þessarar viku. Eins fer enski kylfingurinn Danny Willett, sem sigraði á lokamóti Evróputúrsins úr 276. sætinu í 90. sætið, sem er stökk um heil 186 sæti!!! Staðan á topp 10 er síðan eftirfarandi: 1 sæti Justin Rose 2 sæti Brooks Koepka 3 sæti Dustin Johnson 4 sæti Justin Thomas 5 sæti Bryson DeChambeau 6 sæti Francesco Molinari 7 sæti Rory McIlory 8 sæti John Rahm 9 sæti Tommy Fleetwood 10 sæti Rickie Fowler Staðan er jöfn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2018 | 17:00

Evróputúrinn: Willett sigraði í Dubaí

Danny Willett sigraði í DP World Tour og er þetta fyrsti sigur Willett frá því að hann sigraði á Masters risamótinu. Sigurskor Willett var 18 undir pari. Öðru sætinu deildu Patrick Reed og Matthew Wallace. Til þess að sjá lokastöðuna á DP World Tour SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings DP World Tour SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingvi Rúnar Einarsson – 19. nóvember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Ingvi Rúnar Einarsson. Ingvi Rúnar er fæddur 19. nóvember 1937 og á því 81 árs afmæli í dag. Ingvi Rúnar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og heldur úti samfélagssíðunni Kylfingar á Facebook. Ingvi Rúnar spilar mikið golf, gjarnan erlendis í golfferðum á ýmsum freistandi golfáfangastöðum og jafnt sumars sem um miðjan vetur á Íslandi. Eins er hann mjög góður púttari og hefir tekið þátt í mörgum púttmótum Golfklúbbsins Keilis, með góðum árangri. Ingvi Rúnar er jafnframt stofnandi golfklúbbsins Hraunborga Ingvi Rúnar er kvæntur, á 3 börn og fjölda barnabarna. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2018 | 15:00

PGA: Howell III sigraði í bráðabana

Charles Howell III sigraði á RSM Classic á Sea Island í dag eftir bráðabana við Patrick Rodgers. Eftir hefðbundnar 72 holur voru þeir Howell III og Rodgers jafnir, báðir á 19 undir pari, 263 höggum; Howell III á (64 64 68 67) og Rodgers á (70 70 61 62). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirr og þar hafði Howell III betur á 2. holu bráðabanans, sigraði með fugli sem Rodgers átti ekki sjéns á að jafna. Þar með lauk 11 ára eyðimerkurgöngu Howell, en hann var samtals búinn að vera sigurlaus í 4,291 daga. Rodgers var eftir hálfleik heilum 12 höggum á eftir forystumanni mótsins, en setti nýtt 36 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2018 | 20:00

LPGA: Lexi sigraði á CME Group Tour Championship

Lexi Thompson sigraði á CME Group Tour Championship. Mótið fór fram í Naples, Flórída, heimaríki Lexi, dagana 15.-18. nóvember og lauk í dag. Lexi lék á samtals 18 undir pari, 270 höggum (65 67 68 70). Fyrir sigurinn hlaut Lexi $ 500.000,- sem er meðal hærra verðlaunafjár á LPGA mótaröðinni. Sigur Lexi var sannfærandi, en hún átti 4 högg á Nelly Korda, sem varð í 2. sæti. Sjá má lokastöðuna á CME Group Tour Championship með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Valgarður M Pétursson – 18. nóvember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Valgarður M. Pétursson. Valgarður er fæddur 18. nóvember 1963 og á því 55 ára afmæli í dag!!! Valgarður er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS) og hefir verið duglegur að taka þátt í opnum mótum. T.a.m. spilaði hann í Marsmóti GSG 2013 og stóð sig vel! Valgarður M. Pétursson – 55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marga Stubblefield, 18. nóvember 1951 (67 ára); Þorgerður Jóhannsdóttir, 18. nóvember 1955 (63 ára); Josef Olasson, 18. nóvember 1961 (57 ára); Jill Briles-Hinton, 18. nóvember 1962 (56 ára); Svala Ólafsdóttir 18. nóvember 1967 (51 árs); Sandra Carlborg, 18. nóvember 1983 (35 ára); Guðni Sumarliðason Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2018 | 08:00

Ancer sigraði á Opna ástralska

Það var mexíkanski kylfingurinn Abraham Ancer, sem sigraði á Opna ástralska. Mótið fór fram á The Lakes golfvellinum rétt fyrir utan Sydney í Ástralíu, dagana 15.-18. nóvember 2018 og lauk því í dag. Sigurskor Ancer var 16 undir pari, 272 högg (69 69 65 69). Sigur Ancer var sannfærandi en hann átti heil 5 högg á næsta mann, sem var heimamaðurinn Dimitrios Papadatos. Sjá má úrslit að öðru leyti á Opna ástralska 2018 með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2018 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2018 (24)

Tveir gamlir og góðir: 1. A hacker was playing so badly that his caddie was getting increasingly exasperated. On the 11th, his ball lay about 160 yards from the green and as he eyed up the shot, he asked his caddie, “Do you think I can get there with a 4-iron?” “Eventually,” replied the caddie, wearily.   2. Two Mexican detectives were investigating the murder of Juan Gonzalez. ‘How was he killed?’ asked one detective. ‘With a golf gun,’ the other detective replied. ‘A golf gun? What’s a golf gun?’ ‘I don’t know, but it sure made a hole in Juan.’

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jónas R Jónsson – 17. nóvember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Jónas R Jónsson. Jónas er fæddur 17. nóvember 1948 og á því 70 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Jónasar til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan:   Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joyce Wethered, Lady Heathcoat-Amory fæddist 17. nóvember 1901 (hefði orðið 117 ára í dag); Vilborg Sverrisdóttir, 17. nóvember 1961 (57 ára); Marco Dawson, 17. nóvember 1963 (55 árs) spilaði á PGA – komst í g. Q-school 2011; Hulda Hlín, 17. nóvember 1977 (41 árs); Dagbjartur Sigurbrandsson, 17. nóvember 2002 (16 ára);  Berglind Snyrtimeistari Hjá Makeover Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2018 | 07:00

Ancer efstur e. 3. dag Opna ástralska

Það er mexíkanski kylfingurinn Abraham Ancer, sem er efstur á Opna ástralska. Ancer hefir spilað á samtals 13 undir pari, 203 höggum (69 69 65). Í 2. sæti, 5 höggum á eftir Ancer, er japanski áhugamaðurinn Keita Nakajima, á 8 undir pari, 208 höggum (70 68 70) Þriðja sætinu deila síðan bandaríski kylfingurinn Keegan Bradley og heimamaðurinn Marcus Fraser á samtals 7 undir pari, hvor. Matt Kucher er síðan einn fjögurra kylfinga sem deila 5. sætinu á samtals 6 undir pari, hver. Hinir eru heimamennirnir: Dimitrios Papadatos, Cameron Percy og Aaron Pike. Það er af sem áður var; Matt Kuchar sigraði í Shriners mótinu, nú um daginn á PGA Tour, Lesa meira