Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2018 | 20:00

LPGA: Lexi sigraði á CME Group Tour Championship

Lexi Thompson sigraði á CME Group Tour Championship.

Mótið fór fram í Naples, Flórída, heimaríki Lexi, dagana 15.-18. nóvember og lauk í dag.

Lexi lék á samtals 18 undir pari, 270 höggum (65 67 68 70).

Fyrir sigurinn hlaut Lexi $ 500.000,- sem er meðal hærra verðlaunafjár á LPGA mótaröðinni.

Sigur Lexi var sannfærandi, en hún átti 4 högg á Nelly Korda, sem varð í 2. sæti.

Sjá má lokastöðuna á CME Group Tour Championship með því að SMELLA HÉR: