LPGA: Ólafía Þórunn e.t.v. með í 7-10 mótum 2019
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með takmarkaðan keppnisrétt á LPGA mótaröðinni á næsta tímabili. Keppnisdagskrá LPGA fyrir árið 2019 verður gefin út á allra næstu dögum. Samkvæmt upplýsingum GSÍ eru talsverðar líkur á því að Ólafía Þórunn fái á bilinu 7-10 mót á sterkustu atvinnumótaröð heims í kvennaflokki. Ólafía mun taka þátt á úrtökumótum fyrir nokkur mót á LPGA. Þau mót fara fram á mánudögum þar sem leiknar eru 18 holur og fá 2-3 efstu kylfingarnir keppnisrétt á næsta móti. Ólafía Þórunn verður einnig með á nokkrum mótum á Symetra mótaröðinni – sem er næst sterkasta atvinnumótaröð hjá atvinnukonum í golfi í Bandaríkjunum. Á stigalista LPGA er Ólafía Þórunn í kringum Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Isi Gabsa (2/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Byrjað verður að kynna 10 efstu á peningalista Symetra Tour og síðan 45 efstu og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og þær ásamt þeim 10 sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur verða því kynntar hér á næstu mánuðum. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók Lesa meira
LET: Valdís Þóra á 76 e. 1. dag Andalucia Open
Valdís Þóra Jónsdóttir er meðal keppenda á lokamóti LET, Andalucia Open de España. Hún lék 1. hring á 5 yfir pari, 76 höggum; fékk 2 fugla, 2 skolla, einn tvöfaldan og einn þrefaldan skolla. Sem stendur er Valdía Þóra í 82. sæti, jöfn Solheim Cup leikmanninum sænska Caroline Hedwall, sem einnig er meðal keppenda og spilaði einnig á 5 yfir pari. Efstar og jafnar eftir 1. dag eru þær Anne Van Dam frá Hollandi, enski kylfingurinn Liz Young og Michelle Thomson frá Skotlandi, en allar léku þær á 3 undir pari, Liz Young er reyndar á þessu skori eftir 9 holur en ekki öllum tókst að ljúka hringjum sínum. Sjá Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hafsteinn Hafsteinsson – 22. nóvember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Hafsteinn Hafsteinsson. Hafsteinn er fæddur 22. nóvember 1965 og á því 53 ára afmæli í dag!!! Hafsteinn er í Golfklúbbi Hveragerðis. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Hafsteinn Hafsteinsson (Innilega til hamingju með 53 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ralph Guldahl, f. 22. nóvember 1911 – d. 11. júní 1987; Emma Cabrera-Bello, 22. nóvember 1985 (33 ára) og … Arnar Laufdal Ólafsson Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Dana Finkelstein (1/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Byrjað verður að kynna 10 efstu á peningalista Symetra Tour og síðan 45 efstu og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og þær ásamt þeim 10 sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur verða því kynntar hér á næstu mánuðum. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Kristoffer Reitan (2/27)
Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Birkir Orri Viðarsson – 21. nóvember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Birkir Orri Viðarsson. Birkir Orri er fæddur 21. nóvember 2000 og er því 18 ára í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Birkir Orri Viðarsson (18 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Búi Vífilsson, 21. nóvember 1957 (61 árs); Alexandre Nardy Rocha (frá Brasilíu) 21. nóvember 1977 (41 árs); Rebecca Flood, 21. nóvember 1988 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!) ….. og …… Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings Lesa meira
10 golfráð Eddie Pepperell
Eddie Pepperell gefur kylfingum í meðfylgjandi myndskeiði 10 góð ráð, um hvernig bæta megi frammistöðuna á vellinum – Sjá með því að SMELLA HÉR: Fyrir þá sem eiga erfitt með að skilja hvað Pepperell er að segja fylgir það sem hann segir með hér að neðan: Bunker play It´s all in set up. Amateurs try to help get the ball up when 60 degrees of loft is more than enough to get the ball out of the bunker. You need to work out how to return the club to the ball correctly. This is where I would use a set up that is against my natural instincts. Stand wider, handle Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Rahman Siddikur – 20. nóvember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Mohammad Rahman Siddikur (á bengölsku: মোহাম্মদ সিদ্দিকুর রহমান). Siddikur er fæddur 20. nóvember 1984 og á því 34 ára afmæli í dag. Siddikur er frá Bangladesh og er oft nefndur Tiger Woods Bangladesh. Siddikur spilar á Asíutúrnum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bobby Locke, f. 20. nóvember 1917 – d. 9. mars 1987; Don January, 20. nóvember 1929 (88 ára); Ásta Guðríður Guðmundsdóttir, 20. nóvember 1972 (46 ára); Thidapa Suwannapura. 20. nóvember 1992 (26 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: John Chin (16/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 1o. sæti peningalistans, John Chin. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. John Chin fæddist 24. apríl 1987 í Fairfax, Virginíu Lesa meira










