Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2018 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn spilar m/Southern Illinois í haust!!!

Birgir Björn Magnússon, GK mun flytja sig frá Bethany Swedes, liði sínu í bandaríska háskólagolfinu yfir til The Salukis, sem er lið Southern Illinois háskólans. Fyrir í liði Saluki er m.a. vinur Birgis Björns og félagi úr GK, Vikar Jónasson. Á facebook síðu golfliðs Southern Illinois er Birgir Björn boðinn velkominn í liðið, sbr.: „Welcome to the #Saluki family, Birgir Magnusson! Birgir will be transferring into our program in the fall and will be an incoming junior. Birgir is the #3 ranked golfer in Iceland according to WAGR. He averaged 72.09 with 4 Top 10s this fall.“ WAGR er skammstöfun fyrir World Amateur Golf Rankings þ.e. heimsstigalisti áhugamanna, þar er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2018 | 20:00

LPGA: Lexi efst í hálfleik á CME Group Tour Championship

Lexi Thompson er efst á CME Group Tour Championship í hálfleik. Mótið fer fram í Naples, Flórída, heimaríki Lexi, dagana 15.-18. nóvember. Lexi hefir spilað hringina 2 sem af eru á samtals 12 undir pari, 132 höggum (65 67) og hefir 3 högga forystu á þær sem næstar koma en það eru löndur hennar Brittany Lincicome, sem einnig er frá Flórída og Amy Olsen, sem deila 2. sætinu á samtals 9 undir pari, hvor. Gott að sjá Lexi aftur á toppnum og aftur við keppni, en hún tók sér frí í sumar til þess að endurhlaða andlegu batterí sín og fríið hefir greinilega gert henni gott! Svo er hún með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Ben Evans (1/27)

Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ á Evróputúrinn í ár gegnum lokaúrtökumótið. Einn þeirra sem ekki komst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Salína Helgadóttir – 16. nóvember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Salína Helgadóttir.  Salína er fædd 16. nóvember 1958 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Salína er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Salínu til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Salína Helgadóttir (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Betty Hicks, f. 16. nóvember 1920 – d. 20. febrúar 2011); Barabara Romack, 16. nóvember 1932 (86 ára) – Sjá má eldri afmælisgrein Golf 1 um Barböru með því að SMELLA HÉR: ); Salína Helgadóttir, GR, 16. nóvember 1958 (59 ára); Dagbjört Kristín Bárðardóttir, 16. nóvember 1975 (43 ára); Ingi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Kyle Jones (15/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 11. sæti peningalistans, Kyle Jones. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. Kyle Jones fæddist 15. júlí 1993 í Victorville í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2018 | 09:00

An í forystu e. ás á 2. degi Opna ástralska – Sjáið ás An HÉR!

Byeong-hun An frá S-Kóreu og heimamaðurinn ástralski Max McCardle deila forystunni eftir 2. dag á Opna ástralska. Báðir hafa þeir An og McCardle samtals spilað á 8 undir pari, 136 höggum; An (67 69)  og McCardle (70 66). An náði forystunni einungis vegna þess að hann að hann náði ási á par-3 15. holu keppnisvallarins í Sydney, þar sem Opna fer fram.  Sjá má ás An með því að SMELLA HÉR:  Bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar deilir 3. sætinu með 2 heimamönnum; Jake McLeod og áhugamanninum  David Micheluzzi, en allir eru þeir 1 höggi á eftir. Sjá má stöðuna á Opna ástralska með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2018 | 22:00

PGA: Howell III leiðir e. 1. dag RSM Classic

Það er Charles Howell III, sem er efstur á RSM Classic eftir 1. keppnisdag. Hann lék 1. hring í Sea Island golfstaðnum, á St. Simmons Island í Georgíu, þar sem mótið fer fram á glæsilegum 8 undir pari, 64 höggum. Í 2. sæti eru J.J. Spaun og Austin Cook, báðir 2 höggum á eftir Howell III á 6 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna á RSM Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags RSM Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2018 | 21:00

Evróputúrinn: Otagui og Smith eru efstir og jafnir e. 1. dag í Dubaí

Lokamót Evrópumótaraðarinnar 2018 DP World Tour Championship hófst að venju á Jumeriah golfstaðnum í Dubaí í dag. Efstir og jafnir eftir 1. dag eru spænski kylfingurinn Adrian Otagui og Englendingurinn Jordan Smith; báðir komu í hús á 6 undir pari, 66 höggum. Þriðja sætinu deila þeir John Rahm og höggi á eftir þ.e. báðir á 5 undir pari, 67 höggum. Sjá má stöðuna á DP World Tour Championship með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 1. hrings á DP World Tour Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2018 | 20:00

Valdís og Ólafía eru báðar á keppendalistanum fyrir Tókýó 2020

Ólympíuleikarnir í Tókýó í Japan verða settir þann 24. júlí árið 2020 eða eftir tæplega 620 daga. Atvinnukylfingar í kvenna – og karlaflokki hafa því enn góðan tíma til að ná sem bestri stöðu á heimslistanum til þess að eiga möguleika á að komast inn á ÓL. Eins og staðan var þann 13. nóvember 2018, eru bæði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir (Leynir) inni á keppendalistanum í kvennaflokki. Það verður því spennandi að fylgjast með þróun mála á þessum lista allt fram til í fyrstu vikuna í júlí 2020 – en þá verður endanlegur keppendalisti gefinn út. Ólafía er í sæti nr. 44 á ÓL listanum og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2018 | 18:00

Evróputúrinn: Cañizares og Lombard deildu sigrinum á lokaúrtökumótinu!

Það voru þeir Alejandro Cañizares frá Spáni og Zander Lombard frá S-Afríku, sem urðu efstir og jafnir á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Báðir léku þeir hringina 6 á 24 undir pari, 404 höggum; Cañizares (65 71 64 74 66 64) og Lombard (64 68 70 70 64 68). Birgir Leifur „okkar“ Hafþórsson, GKG, tók þátt í lokaúrtökumótinu, en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð. Alls spila 27 „nýir strákar“ á Evróputúrnum og mun Golf 1, líkt og á undanförnum árum kynna þá til sögunnar hér á næstu dögum. Sjá má lokastöðuna á lokaúrtökumótinu fyrir Evróputúrinn í Lumine golfklúbbnum í Tarragona á Spáni með því að SMELLA HÉR: