Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2018 | 08:00

Ancer sigraði á Opna ástralska

Það var mexíkanski kylfingurinn Abraham Ancer, sem sigraði á Opna ástralska.

Mótið fór fram á The Lakes golfvellinum rétt fyrir utan Sydney í Ástralíu, dagana 15.-18. nóvember 2018 og lauk því í dag.

Sigurskor Ancer var 16 undir pari, 272 högg (69 69 65 69).

Sigur Ancer var sannfærandi en hann átti heil 5 högg á næsta mann, sem var heimamaðurinn Dimitrios Papadatos.

Sjá má úrslit að öðru leyti á Opna ástralska 2018 með því að SMELLA HÉR: