Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2018 | 07:00

Ancer efstur e. 3. dag Opna ástralska

Það er mexíkanski kylfingurinn Abraham Ancer, sem er efstur á Opna ástralska.

Ancer hefir spilað á samtals 13 undir pari, 203 höggum (69 69 65).

Í 2. sæti, 5 höggum á eftir Ancer, er japanski áhugamaðurinn Keita Nakajima, á 8 undir pari, 208 höggum (70 68 70)

Þriðja sætinu deila síðan bandaríski kylfingurinn Keegan Bradley og heimamaðurinn Marcus Fraser á samtals 7 undir pari, hvor.

Matt Kucher er síðan einn fjögurra kylfinga sem deila 5. sætinu á samtals 6 undir pari, hver. Hinir eru heimamennirnir: Dimitrios Papadatos, Cameron Percy og Aaron Pike.

Það er af sem áður var; Matt Kuchar sigraði í Shriners mótinu, nú um daginn á PGA Tour, en er nú í 5. sæti meðan Ancer varð T-21 á Shriners, en er nú í 1. sæti.

Það er eftir að spila lokahringinn og spennandi að sjá hvort Ancer heldur út!

Max McCradle er T-9 eftir slakan 3. hring upp á 75 högg og Byeong-hun An frá S-Kóreu, sem fékk ás í gær og deildi 1. sætinu með McCradle í hálfleik mótsins er nú T-12, einnig eftir slakan 3. hring upp á 76 högg.

Til þess að sjá stöðuna á Opna ástralska að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: