Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2018 | 15:00

PGA: Howell III sigraði í bráðabana

Charles Howell III sigraði á RSM Classic á Sea Island í dag eftir bráðabana við Patrick Rodgers.

Eftir hefðbundnar 72 holur voru þeir Howell III og Rodgers jafnir, báðir á 19 undir pari, 263 höggum; Howell III á (64 64 68 67) og Rodgers á (70 70 61 62).

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirr og þar hafði Howell III betur á 2. holu bráðabanans, sigraði með fugli sem Rodgers átti ekki sjéns á að jafna.

Þar með lauk 11 ára eyðimerkurgöngu Howell, en hann var samtals búinn að vera sigurlaus í 4,291 daga.

Rodgers var eftir hálfleik heilum 12 höggum á eftir forystumanni mótsins, en setti nýtt 36 holu met á túrnum fyrir lægsta skor á seinni 36

Til þess að sjá lokastöðuna á RSM Classic SMELLIÐ HÉR: