Shugo Imahira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2019 | 09:00

Imahira fær boð á Masters

Hinn 26 ára japanski kylfingur Shugo Imahira, sem var efstur á peningalista Japan Golf Tour hefir hlotið sérstakt boð um að spila á Masters risamótinu.

Það var framkvæmdastjóri Augusta National Fred Ridley sem tilkynnti í gær, 8 .janúar 2019, um að Imahira hefði verið boðið á Masters.

Imahira mun spila í fyrsta sinn á Masters en hann hefir nú þegar spilað í hinum 3 risamótunum og ekki komist í gegnum niðurskurð í neinu þeirra þ.e. hann var með á Opna breska 2016; Opna bandaríska 2017 og PGA Championship 2018.

Imahira er nr. 53 á heimslistanum og hefir 14 sinnum verið með efstu 10 í heimalandi sínu og sigraði m.a. á Bridgestone Open, þar sem hann fékk 3 fugla á lokaholurnar og sigraði með 1 holu mun. Hinn sigur hans á Japan Tour vannst 2017 á  Kansai Open.

Bobby Jones og Clifford Roberts, stofnuðu Masters sem alþjóðlegan íþróttaviðburð þannig að í gegnum sögu mótsins hafa verið veitt boð til alþjóðlegra kylfinga sem vel hafa verið að boðinu komnir og hefir það alltaf verið gaumgæft nákvæmlega að veita slík boð.“

Við erum ánægðir að halda í þessa hefð með því að bjóða Shugo Imahira velkominn í þátttakendahópinn í ár, með hliðsjón af framúrskarandi frammistöðu hans sl. 12 mánuði. Við hlökkum til að taka á móti honum og öllum hinum Masters þátttakendunum í apríl n.k.,“ sagði Ridley m.a.

Þátttakendur verða 80 í Masters, sem fer fram 11.-14. apríl á Augusta National og enn er óvíst hvernig lokahópur þátttakenda lítur út. Þeir sem sigra í PGA Tour mótum eða eru meðal efstu 50 á heimslistanum í síðustu vikunni fyrir Masters eru með.