Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2019 | 13:00

Ryderinn 2020: Harrington tilkynnir að Rory muni verða í Ryder liði Evrópu 2020

Rory McIlroy, 29 ára, hefir upplýst að verið geti að hann uppfylli ekki kröfurnar um að vera meðlimur á Evróputúrnum.

Ef Rory tekur ekki þátt í a.m.k. síðustu 4 mótum Evrópumótaraðarinnar þ.e. fyrir utan risamót og heimsmót, þá mun honum ekki takast að halda korti sínu… og sem stendur er hann bara skráður í 2 mót á Evróputúrnum.

Hvað sem því líður þá hefir Pádraig Harrington, sem útnefndur var fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum, í gær, 8. janúar 2019, þegar tilkynnt að Rory muni verða í Ryderbikarsliði Evrópu 2020.

Rory var einn af þeim kylfingum sem studdu Harrington í að verða fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu.

…. og Harrington virðist hér vera að endurgjalda greiðann.