Árið gert upp – Helstu erlendu golffréttir ágúst 2018
Dagana 1.-4. ágúst fór fram Opna breska kvenrisamótið (AIG Women´s British Open). Sigurvegari varð enski kylfingurinn Georgia Hall. Justin Thomas stóð uppi sem sigurvegari í Bridgestone Open heimsmótinu í golfi, sem fram fór í Akron Ohio, dagana 2.-5. ágúst 2018. Þann 2.-5. ágúst 2018 fór fram PGA Tour mótið Barracuda Championship í Montreux G&CC í Reno, Nevada. Sigurvegari varð Andrew Putnam. Dagana 8.-11. ágúst 2018 fór fram LPGA mótið, Aberdeen Standard Investments Ladies Scottish Open, í North Berwick í Skotlandi. Sigurvegari varð Ariya Jutanugarn frá Thaílandi. Brooks Koepka sigraði í 4. og síðasta risamóti ársins PGA Championship, sem fram fór í Bellerive CC, St. Louis, Missouri. Mótið fór fram Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Guðjón Rúdolf –—– 16. janúar 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Guðjón Rúdolf. Guðjón Rúdolf er fæddur 16. janúar 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Guðjóns Rúdolfs til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Guðjón Rúdolf – 60 ára – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kristján Þór Gunnarsson, GKG, 16. janúar 1958 (61 árs); Stanley Frank Utley, 16. janúar 1962 (57 ára); Gail Graham, 16. janúar 1964 (55 ára); Lee McIntyre, 16. janúar 1972 (47 ára); Bradley Fred Adamonis, 16. janúar 1973 (46 ára); Jimmy Walker, 16. janúar 1979 (40 ára STÓRAFMÆLI!!! – sigurvegari Sony Open Lesa meira
Bestu ófarirnar í golfi (4) – Brelluhögg
Sumir elska brelluhögg í golfi. En sum högg eru flóknari en önnur og geta verið hættuleg heilsu þeirra, sem þau reyna. Hér er myndskeið um náunga sem var að reyna gamalkunnugt brelluhögg, þar sem einn golfbolti er settur upp á annan og síðan er reynt að slá þann neðri þannig að hinn fer upp og síðan er reynt að slá hinn boltann í loftinu. Því miður fyrir þennan kylfing fór eitthvað úrskeiðis – Sársaukafull tilraun til brelluhöggs niðurstaðan! A.m.k. virðist hann algerlega hafa farið á mis við stig 2 í brelluhögginu!!! Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Einar Páll Tamimi – 15. janúar 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Einar Páll Tamimi, lögmaður. Hann er fæddur 15. janúar 1969 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Einar Páll hefir m.a. bjargað lífi tveggja ungra stelpna frá drukknun í sundlaug, í sundlaugargarði, á Mallorca, 2008 og hefir eflaust bjargað fjölmörgum öðrum í réttarsal eftir það. Hann nam m.a. við Harvard og var einn eiganda Nordik Legal Services. Einar Páll er kvæntur Guðrúnu Ingu Torfadóttur lögmanni og eiga þau 2 dætur. Fyrir á Einar Páll 1 son. Komast má á facebook síðu stórafmæliskylfingsins til þess að óska Einari Páli til hamingju með daginn hér að neðan: Elsku Einar Páll – Innilega til hamingju með árin 50!!! Aðrir frægir kylfingar Lesa meira
Brooks Koepka tjáir sig um hvað sér líki betur við Evróputúrinn en PGA Tour
Fyrir 7 árum þegar Brooks Koepka tókst ekki að komast á PGA Tour í úrtökumóti ferðaðist hann frá Flórída til Evrópu til þess að spila í 2. deildinni í Evrópu á Áskorendamótaröðinni (European Challenge Tour). Þar sigraði hann í 4 mótum og komst þannig á Evróputúrinn, 1. deildina í Evrópu, aðeins 22 ára. Það voru fjölmargar áskoranir sem mættu Koepka en hægt og rólega jókst sjálfstraust hans, reynsla og heildar hæfnistig hans í golfleiknum. Á þessum tíma var Koepka einn af fáum ungum, bandarískum kylfingum til þess að spila utan Bandaríkjanna, en hann hefir nú orðið fyrirmynd þeirra, sem hefja feril sinn í Evrópu, líkt og t.d. Adam Scott og Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Stephanie Kono (19/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
GV auglýsir eftir vallarstjóra til starfa
Golfklúbbur Vestmannaeyja auglýsir eftir vallarstjóra til starfa. Um er að ræða 100% stöðu (annað kemur til greina). Menntun á sviði grasvallafræða æskileg sem og reynsla af starfsmannastjórnun. Umsóknarfrestur er til 5.febrúar nk. Allar frekari upplýsinar veitir Elsa Valgeirsdóttir í síma 893-2363.
Bestu ófarirnar í golfi (3) – Jafnvægi er lykilatriði
Í gær var fjallað um mikilvægi þess að vera ekki að æfa utandyra, sérstaklega þar sem lausafé gæti orðið fyrir tjóni og fara heldur á æfingasvæðið. En svo er annað mál að þegar á æfingasvæðið er komið verða kylfingar að vera í réttu og eðlilegu ásigkomulagi til þess að geta slegið. Þessi virðist vera eitthvað í annarlegu ástandi … sem þegar allt kemur til alls er fyndið að fylgjast með. Jafnvægi er lykilatriðið!!! Sjá myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Hrönn Harðardóttir – 14. janúar 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Hrönn Harðardóttir. Hún er fædd 14. janúar 1960 og er því 59 ára í dag. Hrönn Harðardóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: John Paul Cain, 14. janúar 1936 (83 ára); CL “Gibby” Gilbert Jr., 14. janúar 1941 (78 ára); Graham Vivian Marsh 14. janúar 1944 (75 ára); Tom Sieckmann, 14. janúar 1955 (64 ára); Elin Henriksen, 14. janúar 1971 (48 ára); Félagsmiðstöðin Ásinn (38 ára); Marie Fourquier, (frönsk á LET) 14. janúar 1991 (28 ára); Hank Lebioda, 14. janúar 1994 (25 ára); Gunnar Smári Þorsteinsson, GR, 14. janúar 1996 (23 ára); Esther Henseleit, 14. janúar 1999 (20 ára) ….. Lesa meira
Andrea lauk keppni T-32 og Ingvar Andri T-46 í Chile
Andrea Bergsdóttir og Ingvar Andri Magnússon, GKG kepptu á Sudamericano Amateur (skammst. SAA) sem fram fór í Santiago, Chile dagana 10.-13. janúar 2019 á Los Leones golfvellinum. Mótinu lauk í gær. Nokkuð sérstakt er að Andrea og Ingvar Andri léku á nákvæmlega sama höggafjölda; 14 undir pari. Ingvar Andri lék mjög vel, nema átti arfaslakan hring á 2. keppnisdegi og það sama má segja um Amöndu, þó skor hennar hafi verið jafnara, en fór sífellt versnandi eftir því sem á leið keppnina og var lokahringurinn hennar upp á 79 högg hennar slakasta frammistaða. Andrea lék á samtals 14 yfir pari, 302 höggum (74 76 78 79) og varð T-32 af Lesa meira










