Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2019 | 11:00

Kylfingur brýtur kylfur sínar eftir slæman dag á vellinum

Hér kemur 5 ára gömul frétt af manni (frá 2014), sem þó er eiginlega tímalaus, því þetta er alltaf að gerast á hverjum degi …. að kylfingar eigi slæman dag á vellinum.

Þó eru ekki allir sem taka það jafn nærri sér og þessi sem tók sig til og braut kylfur sínar hverja eftir annari eftir slæman dag í september 2014 í  Spring Mill, Pennsylvaniu í Bandaríkjunum.

Þó hlífði hann einni kylfu, sem var í sérstöku uppáhaldi og handklæði, sem hann var nýbúinn að kaupa.

Menn heyrast hlægja að geðluðrukastinu þó á einum stað heyrist maður segja að náunginn eigi að hegða sér skynsamlega.

Félagi mannsins Bryce Bundy tók geðluðrukast félaga síns upp á myndband og setti það á youtube og má sjá þetta geðluðrukast með því að SMELLA HÉR:  

Bundy sagði að myndskeiðið væri „Fyndnasta golf myndskeið allra tíma.“

Margir áhorfenda þessa myndskeið voru þó ekki þeirrar skoðunar. Þeir sögðu „Þessir náungar eru golfíþróttinni til skammar. Þetta á að vera herramannsíþrótt en ekki leikur glæpamanna.