Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2019 | 07:00

PGA: Matt Kuchar sigraði á Sony Open

Það var bandaríski geðþekki kylfingurinn Matt Kuchar, sem sigraði á Sony Open.

Sony Open fór að þessu sinni fram 10.-13. janúar 2019 en að venju í Waialea CC í Honolulu á Hawaii.

Sigurinn var afgerandi en Kuchar spilaði á samtals 22 undir pari, 258 höggum ( 63 63 66 66) og átti heil 4 högg á landa sinn Andrew Putnam, sem hafnaði í 2. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sony Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Sony Open SMELLIÐ HÉR: