Masters 2023: Matseðlar undanfarinna ára á Champions Dinner
Ár hvert halda sigurvegarar frá því árinu áður á Masters öllum sigurvegurum Masters veislu og bjóða í mat, svokallaðan „Champions Dinner.“ Hefð er fyrir að hann fari fram á þriðjudeginum fyrir sjálfa aðalkeppnina á 1. risamóti ársins: MASTERS!!! Já, það er Mastersvikan að byrja Hugmyndin að baki „The Champions Dinner“ er einföld: Sigurvegarar The Masters eru lokaður hópur manna, sem saman kemur á hverju þriðjudagskvöldi fyrir The Masters til þess að bjóða sigurvegara síðasta árs velkominn í klúbbinn. Klúbburinn er opinberlega þekktur sem „The Masters Club“ en óopinberlega gengur samkundan undir nafninu „Champions Dinner.“ „The Champions Dinner“ fer fram á morgun og verður Scottie Scheffler , sigurvegara The Masters 2022, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Alexander Pétur Kristjánsson – 3. apríl 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Alexander Pétur Kristjánsson. Alexander er fæddur 3. apríl 1997 og á því 26 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Alexander Pétur Kristjánsson. Mynd: Í einkaeigu F. 3. apríl 1997 (21 ára) – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Henry Kirkwood, Sr. f. 3. april 1897 – d. 29. október 1970; Dorothy Germain Porter, (f. 3. apríl 1924 – d. 20. júlí 2012); Marlon Brando, f. 3. apríl 1924- d. 1. júlí 2004; Rod Funseth, (f. 3. apríl 1933 – Lesa meira
GO: Golfklúbburinn Oddur fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Golfklúbburinn Oddur fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á ársþingi Ungmennasambands Kjalarnesþings sem var haldið í golfskálanum á Urriðavelli fimmtudaginn 30. mars síðastliðinn. Það voru fulltrúar ÍSÍ á þinginu, þau Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ, Garðar Svansson og Olga Bjarnadóttir, öll úr framkvæmdastjórn sem afhentu þeim Kára Sölmundarsyni formanni félagsins og Hrafnhildi Guðjónsdóttur íþróttastjóra viðurkenninguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Oddi sem er hér í heild sinni: Árið 2006 fengum við fyrst viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ sem síðar var ekki endurnýjuð og uppfærð miðað við breytta staðla og við höfðum lengi ætlað að koma því í góðan farveg. Með uppbyggingu 5000 manna hverfis í Urriðaholti var ljóst að til að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Harðardóttir – 2. apríl 2023
Það er Hildur Harðardóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hildur er fædd 2. apríl 1961. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum og staðið sig vel. T.a.m. varð hún í 2. sæti í móti Soroptimista í Oddinum, forgjafarflokki 0-20, 5. júní 2010 og vann það afrek að fara holu í höggi á par-3, 117 metra, 16. brautinni á Hvaleyrinni, 20. júlí 2010. Í FH-mótinu 2008 varð Hildur í 2. sæti af konunum, en fyrir þá sem ekki vita það er Hildur mikill FH-ingur. Árangur Hildar er glæsilegur í ljósi þess að bæði mótin, sem nefnd eru hér í dæmaskyni, Soroptimista og FH eru fjölmenn með hátt annað hundrað þátttakendur. Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (13/2023)
Þar sem þetta er 13. djókurinn á árinu, er þessi kannski „svolítið slæmur.“ Þetta er líka bara stutt og í spurnarformi. Hann er svona: Hvað stendur á legstein kylfings. „Röng hola“
Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Snær Björgvinsson – 1. apríl 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Snær Björgvinsson. Helgi Snær er fæddur 1. apríl 1998 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Helgi Snær er sérlega snjall púttari og hefir margoft sigrað í púttmótum t.a.m. nú síðast í Áramótagleði Hraunkots 31. janúar 2017. Á síðastliðnu ári sigraði hann og í 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar í flokki 19-21 árs. Komast má á facebook síðu Helga Snæs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Helgi Snær Björgvinsson – Innilega til hamingju með 25 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Maureen Orcutt, f. 1. apríl 1907 – d. Lesa meira
Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
Gary Player heldur því fram að hann verði að „biðja“ um að fara og spila hring á Augusta National þrátt fyrir að hafa þrisvar sinnum orðið Masters meistari, og segir að klúbburinn láti hann ekki líða sem hann sé velkominn þrátt fyrir að vera einn þeirra sem „hjálpaði til við að gera þetta mót að því sem það er“ (Masters) Hinn 87 ára gamli Player vakti athygli fyrir gagnrýni síns og fyrir að setja Masters í neðsta sæti yfir uppáhalds risamót sín, þó að það hafi verið skoðun, sem hin eftirlifandi golfgoðsögnin, Jack Nicklaus, deildi með honum. Gagnrýnendur sögðu að fyrir þettta ætti jafnvel að svipta Player hátíðlegu hlutverki sínu, sem Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir – 31. mars 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Jóhanna Margrét Sveinsdóttir. Jóhanna er fædd 31. mars 1951 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Jóhanna hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og staðið sig mjög vel. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn getið þið komist á Facebook síðu Jóhönnu hér: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir – Innilega til hamingju með 72 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tommy Bolt, 31. mars 1916 – d. 30. ágúst 2008; Miller Barber,einnig nefndur Mr. X, 31. mars 1931 (92 ára); Benedikt Sigurbjörn Pétursson, 31. mars 1954 (69 ára); Nanci Bowen, 31. mars 1967 (56 ára); Wade Ormsby, 31. mars 1980 (43 Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Ágúst Húbertsson, Sigurður U Sigurðsson og Auður Jónsdóttir – 30. mars 2023
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír Ágúst Húbertsson, Sigurður U Sigurðsson og Auður Jónsdóttir Ágúst Húbertsson þ.e. „Gústi“ fyrrum framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði er fæddur 30. mars 1943 og á því 80 ára merkisafmæli í dag!!! Sjá má eldra viðtal sem Golf 1 tók við afmæliskylfing dagsins, með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Ágúst Húbertsson – Innilega til hamingju með 80 ára afmælið!!! Hinn afmæliskylfingurinn er Sigurður U Sigurðsson. Hann er fæddur 30. mars 1963 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Aditi Ashok ——– 29. mars 2023
Afmæliskylfingur dagsins er indverski kylfingurinn Aditi Ashok, en hún er fædd 29. mars 1998 og á því 25 ára stórafmæli í dag!!! Aditi byrjaði að pila golf 5 ára, en í dag spilar hún á bandarísku LPGA mótaröðinni, sem og evrópsku LET. Aditi gerðist atvinnumaður í golfi 2016. Á ferli sínum hefir hún sigrað 6 sinnum, þar af 4 sinnum á LET. Eins hefir hún verið fulltrúi Indlands á Olympíuleikunum tvívegis 2016 og 2020, en í seinna skiptið hafnaði hún í 4. sæti. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ernest Joseph (E. J.) „Dutch“ Harrison f. 29. mars 1910 – 19. júní 1982; Toggi Bjöss, 29. mars Lesa meira










