
Masters 2023: Matseðlar undanfarinna ára á Champions Dinner
Ár hvert halda sigurvegarar frá því árinu áður á Masters öllum sigurvegurum Masters veislu og bjóða í mat, svokallaðan „Champions Dinner.“ Hefð er fyrir að hann fari fram á þriðjudeginum fyrir sjálfa aðalkeppnina á 1. risamóti ársins: MASTERS!!! Já, það er Mastersvikan að byrja
Hugmyndin að baki „The Champions Dinner“ er einföld: Sigurvegarar The Masters eru lokaður hópur manna, sem saman kemur á hverju þriðjudagskvöldi fyrir The Masters til þess að bjóða sigurvegara síðasta árs velkominn í klúbbinn. Klúbburinn er opinberlega þekktur sem „The Masters Club“ en óopinberlega gengur samkundan undir nafninu „Champions Dinner.“
„The Champions Dinner“ fer fram á morgun og verður Scottie Scheffler , sigurvegara The Masters 2022, formlega boðin innganga í klúbbinn.
Það kemur því í hlut Scheffler að halda matarboðið fræga .
Matseðill Scottie Scheffler, sigurvegara 2022 er líklega aðeins í sterkari kanntinum, en hann fylgir hér á ensku:
Cheeseburger sliders (served Scottie-style) (Ísl lausl. þýðing: Ostborgarar framreiddir að hætti Scottie)
Firecracker shrimp (Ísl. lausl. þýðing: Smásprengju rækjur – gæti verið sterkt!!!)
Tortilla soup (Ísl. lausl. þýðing: Tortilla súpa)
Texas ribeye steak or blackened redfish (Ísl. lausl. þýðing: Texas steik eða svartsteiktur fiskur)
Warm chocolate chip skillet cookie (Ísl. lausl. þýðing: Heit súkkulaðibitakaka)
Svo næst fer hér listi yfir helstu rétti allt frá 1986, en heimildin er góð grein sem Emily Sollie tók saman fyrir The Augusta Chronicle 2013 og Golf 1 hefir verið að uppfæra sl. 10 ár:
Hideki Matsuyama 2021:
Forréttur: Assorted sushi, sashimi, nigiri & Yakitori skewers.Aðalréttur nr. 1: Miso glazed black cod with a dashi broth. Aðalréttur nr. 2: A5 Wagyu ribeye, mixed mushrooms and vegetables, sansho daikon ponzu. Eftirréttur: Japanese strawberry shortcake & cream.
Dustin Johnson 2020:
Appetizers: Pigs in a blanket and lobster & corn fritters
First course: House salad or Caesar salad
Family-style sides: Mashed potatoes and spring vegetables
Main course: Filet mignon and miso-marinated sea bass
Dessert: Peach cobbler and apple pie with vanilla ice cream
Patrick Reed 2019: Forréttur: Caesar salat eða Wedge salat; Aðalréttur: Prime Bone-In Cowboy Ribeye, Macaroni&Cheese og Creamed Spinach, Corn Créme Brûlée og Steamed Broccoli, Eftirréttir: Tiramisu, Vanilla Bean Creme Brûlée og Praline Cheesecake. Með matnum var drukkinn 2016 Chateau Montelena, Napa Valley Chardonnay og 2013 Caymus Vinyards, 41st Anniversary, Napa Valley Cabernet Sauvignon
Sergio Garcia 2018: Alþjóðlegt salat í forrétt, spænskur humar með hrísgrjónum og ís og kaka á la Angela Garcia.
Danny Willett 2017: Enskt skal það vera!!! Mini Cottage Pie – þ.e. kjötfyllt smápæ í forrétt; Sunday Roast í aðalrétt en það er Prime Rib með steiktum kartöflum og grænmeti, Yorkshire búðing og sósu og í eftirrétt varvanillu eplakaka með kaffi og Yorkshire te með ekta Yorkshire kexkökum og osti.
Jordan Spieth 2016: Texas barbeque.
Bubba Watsons 2015: Það sama og hann var með 2013.
Adam Scott 2014: Moreton Bay ‘bugs’ (humar), pavlova (marengs eftirréttur).
Bubba Watson 2013: Hefbundið Caesar salat í forrétt. Grillaðar kjúklingabringur með grænum baunum, kartöflumús, maís, makkarónur í ostasósu, ásamt maísbrauði. Í desert var confetti kaka og vanillu ís.
Charl Schwartzel, 2012: Hefðbundið „braai frá Suður-Afríku,“ sem þýðir barbecue grill réttir. Á matseðli Schwartzel eru ýmsar grillaðar kjöttegundir, þ.á.m. lambalundir, steikur og pylsur frá Suður-Afríku. (E.t.v. krókódíla-steikur til þess að hafa þetta spennandi?)
Phil Mickelson, 2011: Spænsk paella og machango filet mignon sem forréttur. Með þessu var í boði salat, aspargus og tortillur, ásamt epla empanada með ís í desert (mmmmmmhhhhhhh Phil má bjóða mér í mat hvenær sem er!!!!!!)
Angel Cabrera, 2010: Argentínsk asado, sem er marglitt barbecue grill, þar sem í er chorizo pylsa, blóðpylsa, rif, filet og ojjjj …. mollejas (briskirtill þ.e.a.s innmatur).
Trevor Immelman, 2009: Bobotie (kjötpæ með hrærðu eggi ofan á),sosatie (kjúklingur á teini), spínatsalat, mjólkurterta og suður-afrísk vín.
Zach Johnson 2008: Kjöt frá Iowa, Rækjur frá Flórída (Mmmmmhhhhh… Zach góður!!!!)
Phil Mickelson, 2007: Grilluð rifjasteik, kjúklingur, og pylsur ásamt hrásalati.
Tiger Woods, 2006: Fyllt jalapeno og quesadilla forréttur með salsa og guacamole; grænt salat; kjötfajitur, kjúklingafajitur, mexíkönsk hrísgrjón, stappaðar brúnar baunir (refried beans); eplapæ og ís í desert.
Phil Mickelson, 2005: Krabbaravioli í tómatsósu, Caesar’s salat, hvítlauksbrauð. (Namm!!!!)
Mike Weir, 2004: Elgur, villigöltur, Arctic char (sem er fiskur), kanadískur bjór.
Tiger Woods, 2003: Porterhouse steikur (nammi, namm, einhverjar bestu steikur sem hægt er að fá! Greinilega mælst vel fyrir meðal heimsklassakylfinganna árinu áður!!!), kjúkling og sushi. Á matseðli hans var líka japanskt sashimi, salat, krabbakökur (ens.: crab cakes), asparagus, kartöflumús og súkkulaði truffle kaka.
Tiger Woods, 2002: Porterhouse steikur og kjúklingur með sushi sem forrétt.
Vijay Singh, 2001: Sjávarréttar tom kah, Kjúklingur Panang Curry, yfirbakaður hörpudiskur með hvítlaukssósu, lambahryggur með kari sósu, bakaður fiskur frá Chile, með þrennskonar chili sósum og í desert lychee sorbet. (Innskot: góður matseðill!!! Af hverju gat Vijay bara ekki unnið oftar!!!! Sérstaklega desertinn hefir verið ljúfur!)
Mark O’Meara, 1999: Kjúklingafajitur, steikarfajitur, sushi, túnfisks sashimi.
Tiger Woods, 1998: Ostborgarar, kjúklingasamlokur, franskar, mjólkurhristingur. (Uppáhaldsmatseðillinn minn – ekkert flókinn bara góður – eitthvað sem allir geta borðað!!!)
Nick Faldo, 1997: Ekta enskt „Fish and chips“ og tómatsúpa?
Ben Crenshaw, 1996: Texas barbecue.
Jose Maria Olazabal, 1995: Paella (spænskur hrísgrjónaréttur yfirleitt með sjávarréttum) og fiskur auk tapas (Very Spanish!!)
Bernhard Langer, 1994: Kalkúnn og dressing (óhefðbundinn þýskur aðalréttur) – hins vegar gerist eftirrétturinn varla „þýskari“: Schwartzwälder Kirsch Torte – þýðingin súkkulaði-kirsuberjaterta nær því varla sé hún vel framreidd (Namm!!!)
Fred Couples, 1993: Chicken cacciatore (Italians do it…. eins og allir vita … better!!!)
Sandy Lyle, 1989: Haggis, kartöflumús og rófustappa (Ehemmm…. rétturinn hefir eflaust ekki verið allra!!! – Lyle hefir legið undir grun að hafa ætlað að valda samkeppninni kveisu og niðurgang!)
Bernhard Langer, 1986: Wiener schnitzel (Namm!!!!).
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023
- apríl. 9. 2023 | 12:00 Masters 2023: Tiger dró sig úr Masters!
- apríl. 9. 2023 | 09:00 Masters 2023: Koepka leiðir fyrir lokahringinn