Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2023 | 16:30

Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National

Gary Player heldur því fram að hann verði að „biðja“ um að fara og spila hring á Augusta National þrátt fyrir að hafa þrisvar sinnum orðið Masters meistari, og segir að klúbburinn láti hann ekki líða sem hann sé velkominn  þrátt fyrir að vera einn þeirra sem „hjálpaði til við að gera þetta mót að því sem það er“ (Masters)

Hinn 87 ára gamli Player vakti athygli fyrir gagnrýni síns og fyrir að setja Masters í neðsta sæti yfir uppáhalds risamót sín, þó að það hafi verið skoðun, sem hin eftirlifandi golfgoðsögnin, Jack Nicklaus, deildi með honum.

Gagnrýnendur sögðu að fyrir þettta ætti jafnvel að svipta Player hátíðlegu hlutverki sínu, sem heiðursræsir á Masters ásamt Nicklaus og Tom Watson, en það eru engar líkur á að Suður-Afríkumaðurinn gefi það hlutverk nokkru sinni eftir.

Í viðtali við The Times upplýsir Player að það að slá þetta hátíðlega teighögg sé eitt af fáum tækifærum, sem hann fái til að spila í raun og veru á Augusta National og þar hóf hann stingandi árás á hvernig honum finnst hann vera meðhöndlaður af „The Green Jackets“ (klúbbfélögum Augusta National).

Eftir allt sem ég hef lagt af mörkum til mótsins og verið sendiherra þeirra get ég ekki farið og æft þarna með barnabörnunum mínum þremur án þess að þurfa að biðja félaga um að spila með okkur og það er alltaf einhver afsökun. Þetta er hræðilega, hræðilega sorglegt,“ sagði Player í viðtalinu við við The Times.

Ég hef leikið mitt hlutverk: Ég hef unnið það þrisvar (Masters risamótið); Ég var á topp tíu 15 sinnum; Ég náði flestum niðurskurðum í röð, en nú er ég í vandræðum með að fá að spila 1 hring.“

Þess vegna set ég Opna breska í 1. sæti. Ef það væri ekki fyrir leikmennina væri (Augusta) bara eins og hver annar golfvöllur í Georgíu.“

Það er bara sorglegt – og ég legg mikla áherslu á orðið „sorglegt“ – að Augusta lætur mann ekki finnast maður vera velkominn, því ég hjálpaði til við að gera þetta mót að því sem það er.