Helgi Snær Björgvinsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Snær Björgvinsson – 1. apríl 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Snær Björgvinsson.

Helgi Snær er fæddur 1. apríl 1998 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.  Helgi Snær er sérlega snjall púttari og hefir margoft sigrað í púttmótum t.a.m. nú síðast í Áramótagleði Hraunkots 31. janúar 2017.  Á síðastliðnu ári sigraði hann og í 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar í flokki 19-21 árs. Komast má á facebook síðu Helga Snæs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan

Helgi Snær Björgvinsson – Innilega til hamingju með 25 ára stórafmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Maureen Orcutt, f. 1. apríl 1907 – d. 9. janúar 2007; Dan Pohl, 1. apríl 1955 (68 ára); Ingvar Hreinsson, 1. apríl 1957 (66 ára);  Donald William Hammond, 1. apríl 1957 (66 ára); Örn Hilmisson, 1. apríl 1965 (58 ára); Guðbjörn Ólafsson, 1. apríl 1967 (56 ára);  Haraldur Már Stefánsson, 1. apríl 1975 (48 ára); Marc Warren, 1. apríl 1981 (42 ára) …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is