Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía M. Jónsdóttir – 7. júní 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía M. Jónsdóttir. Stefanía er fædd 7. júní 1958 og á því 61 árs afmæli í dag!!! Stefanía er félagi í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Stefaníu til hamingju með daginn hér fyrir neðan Stefanía M. Jónsdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Terry Gale, 7. júní 1946 (73 ára); Steven David Rintoul, 7. júní 1963 (56 ára); Steingrímur Walterson, GM, 7. júní 1971 (48 ára); Hilary Lunke, 7. júní 1979 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Keegan Bradley, 7. júní 1986 (33 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2019 | 13:00

Nordic Golf League: Haraldur varð T-2 og Guðmundur Ágúst í 6. sæti í Danmörku

Þrír íslenskir atvinnukylfingar voru á meðal keppenda á móti á Nordic Tour atvinnumótaröðinni sem hófst á miðvikudag, en lokahringurinn fór fram í dag. Mótið heitir Thisted Forsikring og voru leiknir þrír keppnishringir. Haraldur Franklín Magnús, GR endaði í öðru sæti ásamt 1 öðrum keppanda, á -9 samtals. Hann var aðeins tveimur höggum frá efsta sætinu (68-66-70). Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR lék á -4 samtals og endaði í 6. sæti (67-73-69). Axel Bóasson, GK lék á +12 samtals (78-72-75) og endaði hann í 64. sæti. Sigurvegari mótsins varð Alexander Wennstamm, frá Svíþjóð, en hann lék á samtals 11 undir pari. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2019 | 08:00

LPGA: Ólafía hefur leik á Shoprite kl. 13:05 í dag!!! Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR hefur leik á móti vikunnar á LPGA, Shoprite Classic. Að venju er spilað í Galloway, New Jersey. Mótið stendur dagana 7.-9. júní 2019. Ólafía Þórunn er í ráshóp með þeim Cindy LaCrosse og áhugamanninum Brynn Walker. Ólafía Þórunn á rástíma kl. 9:05 í New Jersey, sem er kl. 13:05 hér heima á Íslandi. Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2019 | 07:00

GKB & GKG: Stuð og stemmning á vinkvennamóti!!

Vinkvennamót GKB og GKG fór fram á Kiðjabergsvelli 2. júní sl. Mótið var punktakeppni og var ræst út af öllum teigum samtímis. Alls lauk 91 kona leik. Völlurinn, veðrið og stemmningin var eins og best er hægt að hugsa sér. Úrslitin í punktakeppninni voru eftirfarandi: 1 Snjólaug Birgisdóttir GKG 27 20 F 20 43 43 2 Jónína „Ninný“ Magnúsdóttir GKB 30 30 F 30 37 37 T3 Kristín B Eyjólfsdóttir GKB 28 28 F 28 36 36 T3 Ásgerður Þórey Gísladóttir GKG 16 17 F 17 36 36 5 Kristlaug Sigríður Sveinsdóttir GKG 33 35 F 35 35 35 T6 Sólveig Guðrún Pétursdóttir GR 19 21 F 21 34 34 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2019 | 23:59

PGA: Keegan Bradley efstur e. 1. hring RBC Canadian Open

Það er bandaríski kylfingurinn Keegan Bradley, sem leiðir eftir 1. hring RBC Canadian Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Gaman að sjá Bradley aftur á toppi skortöflu en hann hefir ekki sést þar í nokkurn tíma!!! Bradley lék 1. hringinn á 7 undir pari, 63 höggum. Í 2. sæti eru hvorki fleiri né færri en 5 kylfingar: Shane Lowry frá Írlandi, Sungjae Im frá S-Kóreu; heimamaðurinn Nick Taylor; Erik Van Rooyen frá S-Afríku og Bandaríkjamaðurinn Roberto Castro, en allir léku þessir 5 kylfingar á 6 undir pari, 64 höggum! Til þess að sjá stöðuna á RBC Canadian Open að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:  Sjá má hápunkta 1. hring Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2019 | 21:00

Nordic Golf League: Stórglæsilegt hjá Haraldi – er í 1. sæti f. lokahringinn í Danmörku!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR er í 1. sæti á móti vikunnar á Nordic Golf League, Thisted Forsikring Championship, eftir 2. keppnisdag, eftir stórglæsilega tvo hringi samtals upp á 8 undir pari, 134 högg (68 66). Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR er einnig að gera góða hluti en hann er T-11 búinn að spila á 2 undir pari, 140 höggum (67 73). Eins rétti Axel Bóasson, GK, úr kútnum á 2. hring, en lengi leit út fyrir að hann kæmist ekki í gegnum niðurskurð, en það gerði Axel eftir stöðugan 2. hring upp á 1 yfir par, 72 högg. Samtals hefir Axel spilað á 8 yfir pari (78 72). Fjórði Íslendingurinn sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2019 | 20:00

LET Access: Glæsilega Guðrún Brá T-1 e. 1. dag Opna finnska !!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tekur þátt í móti vikunnar á LET Access, Viaplay Ladies Finnish Open. Eftir 1. keppnisdag er Guðrún Brá T-1 þ.e. deilir efsta sætinu með rússneska kylfingnum Ninu Pegovu – Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Ninu Pegovu með því að SMELLA HÉR: Báðar lék þær Guðrún Brá og Nina 1. hring á glæsilegum 5 undir pari, 67 höggum. Á hringnum glæsilega fékk Guðrún Brá 5 fugla oa 13 pör!!! Mótsstaðurinn er Messila Golf í Lahti, Finlandi. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Viaplay Ladies Finnish Open SMELLIÐ HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Haukur Kárason – 6. júní 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Ólafur Haukur Kárason. Hann er fæddur 6. júní 1958 og á því 61 árs afmæli í dag. Ólafur Haukur er í Golfklúbbi Siglufjarðar (GKS). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið!!! Ólafur Haukur Kárason – Innilega til hamingju með 61 árs afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: ; Jock Hutchison (f. 6. júní 1884 – d. 27. september 1977); Lárus Hrafn Lárusson, GR, 6. júní 1961 (58 ára) fgj. 18.3; Baldur Baldursson, GKG, 6. júní 1968 (51 árs): Veigar Margeirsson, 6. júní 1972 (47 ára); Sjomenn Á Spáni Costablanca, 6. júní 1985 (34 ára); Prentsmiðjan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2019 | 07:00

GR: Opna Ölgerðarmótið 2. í Hvítasunnu – mánudaginn 10. júní nk. – Glæsilegir vinningar!

Opna Ölgerðarmótið verður haldið á Korpu mánudaginn 10. júní. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og er hámarksforgjöf gefin 36 hjá körlum og konum. Lykkjur mótsins verða Sjórinn/Áin. Ræst verður út frá kl. 08:00. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni í karla- og kvennaflokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 holum vallarins. Skráning hefst miðvikudaginn 5. júní kl. 16:00 á www.golf.is. Mótsgjald er kr. 5.000 kr. og greiðist við skráningu. Innifalið teiggjöf frá Ölgerðinni og 20 upphitunarboltar í Básum áður en leikur hefst. Þátttakendur gefa sig fram í afgreiðslu Bása áður en boltar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2019 | 22:00

DJ segir skilið v/sveifluþjálfara sinn

Dustin Johnson (DJ) hefir sagt skilið vð sveifluþjálfara sinn til langs tíma, Claude Harmon III og er ákvörðun þeirra um að hætta samstarfinu sameiginleg. DJ hefir verið að vinna í sveilfu sinni fyrir RBC Heritage mótið með gamla þjálfaranum sínum frá því í háskóla, Allen Terrell, sem jafnframt er framkvæmdastjóri golfskóla DJ þ.e. Dustin Johnson Golf School í S-Karólínu. Er sagt að samstarf þeirra hafi komið Claude Harmon í opna skjöldu og reyndi hann að hafa samband við DJ en fékk engin svör. Hann upplýsti DJ síðan um það að hann teldi að það væri fyrir bestu ef þeir hættu öllu samstarfi. Í fréttatilkynningu sem DJ lét síðan frá sér fara Lesa meira