Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2019 | 09:00

PGA: 3 efstir e. 3. dag RBC Canadian Open

Það eru 3 kylfingar sem deila forystunni á RBC Canadian Open: Rory McIlroy, Matt Kuchar og Webb Simpson.

Allir eru þeir búnir að spila á 13 undir pari, 197 höggum; Rory (67 66 64); Kuch (65 63 69) og Webb (66 64 67).

Lokahringurinn verður spilaður í kvöld og spennandi að sjá hvort einhver af þremenningunum stendur uppi sem sigurvegari!

Til þess að sjá stöðuna á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR: