Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2019 | 18:00

Undirbúningur Tiger f. Opna breska

Tiger vann 15. risatitil sinn s.l. apríl þegar hann sigraði á Masters risamótinu í 5. sinn.

Í næstu viku á hann kost á að minnka muninn milli sín og risamótamets Jack Nicklaus, þ.e á Opna breska, sem fer fram á Royal Portrush á N-Írlandi.

Tiger hefir fundið nýstárlega aðferð til þess að venja sjálfan sig við tímamismuninn; hann vaknar kl. 1 að nóttu.

Það hefði nú verið skemmtilegra að sjá Tiger taka þátt í Opna skoska, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum, en margir stórkylfingar nota það mót til upphitunar fyrir Opna breska.

Vonandi virkar aðferð Tiger og vonandi sjáum við hann meðal efstu sunnudaginn eftir viku!