PGA: Wolff sigraði á 3M Open!!!
Það var bandaríski kylfingurinn Matthew Wolff, sem sigraði á hinu nýja 3M Open móti. Sigurskor Wolff var 21 undir pari, 263 högg (69 67 62 65). Þetta var fyrsti sigur hins 20 ára Wolff á PGA Tour, en Wolff er fæddur 14. apríl 1999. Aðeins 1 höggi á eftir í 2. sæti voru Bryson DeChambeau og Collin Morikawa. Sjá má lokastöðuna á 3M Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahringsins á 3M Open með því að SMELLA HÉR:
GÖ: Ásgerður og Þórir Baldvin klúbbmeistarar 2019
Meistaramót Golfklúbbs Öndverðarness (GÖ) fór fram dagana 3.-6. júlí 2019. Þátttakendur, sem luku keppni í ár voru 84 talsins og kepptu þeir í 10 flokkum. Klúbbmeistarar GÖ 2019 eru Ásgerður Sverrisdóttir og Þórir Baldvin Björgvinsson. Þess mætti geta að Ásgerður kom í hús á nýju vallarmeti á lokahring meistaramótsins 1 undir pari, 70 höggum, sem er stórglæsilegt og óskar Golf 1 henni innilega til hamingju með meistaratitilinn og árangurinn frábæra!!! Sömuleiðis óskar Golf 1 Þóri Baldvin til hamingju með 3. klúbbmeistaratitil sinn!!! Sjá má öll úrslit hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1T Þórir Baldvin Björgvinsson GÖ 2 3 F 12 72 79 74 225 1T Sigurður Aðalsteinsson GÖ 4 3 Lesa meira
Evróputúrinn: Rahm sigraði á Opna írska
Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm sem sigraði á Opna írska. Sigurskorið var samtals 16 undir pari, 264 högg (67 71 64 62). Rahm átti 2 högg á næstu keppendur þ.e. enska kylfinginn Andy Sullivan og Austurríkismanninn Bernd Wiesberger, en þeir tveir deildu 2. sætinu á samtals 14 undir pari, hvor. Fyrir sigurinn í mótinu hlaut Rahm € 1,034,478 (þ.e. u.þ.b. 14.6 milljónir íslenskra króna). Til þess að sjá lokastöðuna á Opna írska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Opna írska SMELLIÐ HÉR:
GS: Kinga og Björgvin klúbbmeistarar 2019
Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja (GS) lauk í gær, en það stóð 1.-6. júlí 2019. Þátttakendur í ár, sem luku keppni voru 124 og kepptu þeir í 12 flokkum. Klúbbmeistarar GS 2019 eru Kinga Korpak og Björgvin Sigmundsson. Sjá má úrslit í öllum flokkum hér að neðan: Meistaraflokkur karla 1 Björgvin Sigmundsson GS 3 1 F 11 74 74 78 73 299 T2 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS 0 -2 F 14 73 80 79 70 302 T2 Sigurpáll Geir Sveinsson GS 1 0 F 14 76 75 79 72 302 T2 Róbert Smári Jónsson GS 4 3 F 14 75 75 77 75 302 5 Örn Ævar Hjartarson GS 2 4 F Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Tony Jacklin –—— 7. júlí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Tony Jacklin. Jacklin er fæddur 7. júlí 1944 og á því 75 ára merkisafmæli í dag. Margir af yngri kylfingum dagsins í dag hafa aldrei heyrt hans getið. Hver er Tony Jacklin? Hann var sonur vörubílstjóra frá Scunthorpe í Englandi og varð síðar stjarna breska golfheimsins og aðalmaðurinn í góðum árangri Evrópu í Ryder Cup. Hátindum velgengni fylgdu miklir öldudalir lægða í stuttum en brillíant ferli Tony Jacklin. Tony Jacklin fæddist 7. júlí 1944 inn í verkamannafjölskyldu í Scunthorpe og ólíklegt virtist að hann ætti eftir að gera golfið að ævistarfi sínu. Þrátt fyrir mikinn stuðning frá föður sínum, sem var mikill golfaðdáandi þá fannst foreldrum hans of Lesa meira
GÓS: Guðrún Ásgerður og Eyþór klúbbmeistarar 2019
Meistaramót Golfklúbbsins Óss (GÓS) á Blönduósi fór fram dagana 5.-6. júlí 2019 á Vatnahverfisvelli. Þátttakendur, sem luku keppni, voru 12 og kepptu þeir í 3 flokkum. Klúbbmeistarar GÓS 2019 eru Guðrún Ásgerður Jónsdóttir og Eyþór Franzson Wechner. Hér að neðan má sjá úrslit í öllum flokkum: Meistaraflokkur karla: 1 Eyþór Franzson Wechner GÓS 13 20 F 33 83 90 173 2 Jón Jóhannsson GÓS 12 20 F 36 86 90 176 3 Ingvar Sigurðsson GÓS 9 23 F 51 98 93 191 4 Guðmundur R. Sigurðsson Kemp GÓS 20 25 F 59 104 95 199 5 Valgeir M Valgeirsson GÓS 18 27 F 60 103 97 200 1. flokkur karla: Lesa meira
GÍ: Anna Guðrún klúbbmeistari 3. árið í röð – Jón Hjörtur klúbbmeistari karla
Meistaramót Golfklúbbs Ísafjarðar (GÍ) fór fram dagana 26.-29. júlí sl. á Tungudalsvelli. Í ár voru þátttakendur, sem luku keppni, 19 og kepptu þeir í 5 flokkum. Klúbbmeistarar GÍ 2019 eru þau Anna Guðrún Sigurðardóttir og Jón Hjörtur Jóhannesson. Þess mætti geta að þetta er 3. árið í röð sem Anna Guðrún er klúbbmeistari kvenna í GÍ en hún varð klúbbmeistari í fyrra 2018 og árið þar áður 2017 og reyndar einnig 2015, en árið 2016 hreppti Sólveig Pálsdóttir titilinn. Glæsilegt hjá Önnu Guðrúnu! Sjá má úrslit í öllum flokkum hér að neðan: 1. flokkur karla: 1 Jón Hjörtur Jóhannesson GÍ 3 6 F 29 78 81 80 78 317 2 Lesa meira
GBO: Wirot klúbbmeistari 2019
Meistaramót Golfklúbbs Bolungarvíkur (GBO) fór fram á Syðridalsvelli 29.-30. júní sl. Þátttakendur, sem luku keppni, voru 11 og var spilað í einum opnum flokki. Klúbbmeistari GBO 2019 er Wirot Khiansanthia Sigurskor Wirot var samtals 6 yfir pari, 157 högg (80 77). Sjá má öll úrslit í meistaramóti GBO hér fyrir neðan: 1 Wirot Khiansanthia GBO 7 F 37 40 77 6 80 77 157 15 2 Runólfur Kristinn Pétursson GBO 6 F 36 43 79 8 84 79 163 21 3 Orri Örn Árnason GBO 10 F 40 41 81 10 83 81 164 22 4 Páll Guðmundsson GBO 10 F 41 41 82 11 82 82 164 22 5 Gunnar Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst á 74 4. dag í Slóvakíu!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, komst í gegnum niðurskurð á D + D REAL Slovakia Challenge og lék því seinni tvo hringina nú um helgina. Hann hefir nú lokið leik í mótinu, lék lokahringinn á 74 höggum. Samtals lék Guðmundur Ágúst á 3 undir pari, 285 höggum ( 74 67 70 74). Sem stendur er Guðmundur Ágúst T-51 en sætistalan gæti enn breyst því nokkrir eiga eftir að ljúka hringjum sínum. Sjá má lokastöðuna á D + D REAL Slovakia Challenge með því að SMELLA HÉR:
LPGA: 4 í forystu á Thornberry e. 3. dag
Það eru 4 sem deila efsta sætinu á Thornberry Creek LPGA Classic fyrir lokahringinn en það eru: Sung Hyun Park, Ariya Jutanugarn, Tiffany Joh og Shanshan Feng, sem allar hafa spilað á 20 undir pari. Lokarhringurinn verður spilaður í dag og ekki ólíklegt að einhver af fjórmenningunum hér að ofan standi uppi sem sigurvegari í mótinu! Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, tók þátt í mótinu, en komst ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Sjá má hápunkta 3. dags á Thornberry Creek LPGA Classic með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna að öðru leyti á Thornberry Creek LPGA Classic með því að SMELLA HÉR:










