Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2019 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn T-8 og Vikar T-46 e. 1. dag í Kentucky

Birgir Björn Magnússon, GK og Vikar Jónasson, GK spila báðir með liði Southern Illinois.

Fyrsta mót þeirra á haustönn er 2019 Murray State Invitational, sem fram fer á Miller Memorial golfvellinum í Murray, Kentucky, 9.-10. september 2019 og lýkur mótinu því í dag.

Þátttakendur eru 95 frá 17 háskólum.

Birgir Björn er búinn að spila fyrstu 2 hringina á samtals 139 höggum (67 72) og er T-8.

Vikar hefir spilað á samtals 148 höggum (74 74) og er T-46.

Birgir Björn og Vikar spila í B-lið Southern Illinois og eru í 5. sæti í liðakeppninni.  A-lið skóla þeirra er í 2. sæti og svo ófyndið sem það er, er að ef Birgir Björn og annar liðsmaður Saloukis í B-liðinu, sem er jafn Birgi Birni hefðu spilað með A-liðinu væri það í 1. sæti! Nokkuð sem þjálfari Southern Illinois mætti taka til athugunar!!!

Sjá má stöðuna á Murray State Invitational með því að SMELLA HÉR: