Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2019 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún og Drake í 9. sæti á Redbird Inv.

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í Redbird Invite, sem var fyrsta mót skólans nú í haust.

Mótið fór fram dagana 8.-9. september 2019 og lauk því í kvöld.

Þátttakendur voru 96 frá 17 háskólum.

Sigurlaug Rún varð T-56 í einstaklingskeppninni með skor upp á 19 yfir pari, 234 högg (77 82 76).

Drake háskólalið Sigurlaugar Rún varð í 9. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Redbird Invite með því að SMELLA HÉR: