Saga Traustadóttir, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2019 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Saga T-14 og Andrea T-56 á Branch Law Firm í NM

Bandaríska háskólagolfð er hafið að nýju.

Að þessu sinni spila tveir íslenskir kvenkylfingar með liði Colorado State: Saga Traustadóttir, GR og Andrea Bergsdóttir, GKG.

Og báðar stóðu sig vel á fyrstu tveimur hringjunum í opnunarmóti Colorado State í haust:  Branch Law Firm/Dick McGuire mótinu.

Mótið fer fram á UNM Championship golfvellinum, í Albuquerque, New Mexikó, dagana 9.-10. september og lýkur á morgun.

Þátttakendur í Branch Law Firm/Dick McGuire mótinu eru 87 frá 15 háskólum.

Eftir fyrstu 2 hringina er Saga T-14 búin að spila á samtals sléttu pari, 144 höggum (73 71).

Andrea hefur spilamennsku sína í bandaríska háskólagolfinu með glæsibrag er T-56 á 7 yfir pari, 151 höggi (74 77).

Lokahringurinn verður spilaður á morgun og má fylgjast með gengi íslensku stúlknanna á Branch Law Firm mótinu með því að SMELLA HÉR: