Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2019 | 23:30

Bandaríska háskólagolfið: Jóhannes (á 65!) í 9. sæti e. 1. dag á Pawley´s Island

Jóhannes Guðmundsson, GR og lið hans í bandaríska háskólagolfinu Stephen F Austin State University taka þátt í Golfweek Program Championship.

Mótið fer fram í Caledonia Golf & Fish Club á Pawley’s Island, S-Karólínu, dagana 9.-10. september.

Þátttakendur í mótinu í karlaflokki eru 82 frá 15 háskólum.

Eftir fyrstu tvo hringina er Jóhannes einn í 9. sæti; búinn að spila á samtals 4 undir pari, 136 höggum (71 65), sem er stórglæsilegt, einkum 2. hringurinn upp á 65 högg!!! Á þeim hring fékk Jóhannes 7 fugla og 2 skolla!

Sjá má stöðuna hjá Jóhannesi og félögum með því að SMELLA HÉR: