Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst T-13 á Open de Bretagne!!!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, deildi 13. sætinu ásamt 6 öðrum kylfingum á Open de Bretagne mótinu í Áskorendamótaröð Evrópu!!! Stórglæsilegur og besti árangur Guðmundar Ágústs til þessa á mótaröðinni!!! Það er ekkert smá afrek að vera meðal topp-20 á 2. bestu mótaröð karla í Evrópu, þar sem samkeppnin er gríðarlega sterk og margir kylfinganna hafa spilað á Evróputúrnum! Guðmundur Ágúst lék á samtals 4 undir pari, 276 höggum (67 72 69 68) – átti 3 hringi undir 70!!! Fyrir þennan góða árangur sinn hlaut Guðmundur Ágúst € 3000 í verðlaunafé (420.000 ísk). Birgir Leifur Hafþórsson GKG, lék einnig í mótinu og varð T-31 á sléttu pari. Birgir Leifur er fyrsti og Lesa meira
Evróputúrinn: Casey sigraði!
Það var Paul Casey sem stóð uppi sem sigurvegari á Porsche European Open. Sigurskor Casey var 14 undir pari, 274 högg (66 73 69 66). Fyrir sigurinn hlaut Casey € 333,330. Í 2. sæti urðu 3 kylfingar allir aðeins 1 höggi á eftir Casey: Matthias Schwab frá Austurríki; Bernd Ritthammer frá Þýskalandi og Skotinn Robert McIntyre. Sjá má lokastöðuna á Porsche European Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings Porsche European Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Rafn Gissurarson – 8. september 2019
Það er Þórður Rafn Gissurarson sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórður Rafn er fæddur 8. september 1987 og á því 32 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Þórður Rafn Gissurarson – Innilega til hamingju með 32 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólína Þorvarðardóttir, 8. september 1958 (61 árs); Margrét Elsa Sigurðardóttir, 8. september 1966 (53 ára); Ólafur William Hand, 8. september 1968 (51 árs); Cyna Rodriguez, frá Filippseyjum (spilaði á LPGA), 8. september 1991 (28 ára) ….. og …… Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2020: Michael Gellerman (4/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira
Kuchar í klandri … aftur
Þetta er ekki í fyrsta skipti á árinu sem bandaríski PGA Tour kylfingurinn Matt Kuchar er í leiðindaklandri og í miðpunkti deilu. Það verður að segjast eins og er að það rjátlast stöðugt af „góða gæja“ orðpori Kuchar. Fyrst var það deilan um hlutinn sem hann greiddi mexíkönskum kylfusveini sínum eftir sigur á Mayakoba Classic á sl. ári. Sjá umfjöllun Golf 1 um það t.d. með því að SMELLA HÉR: og SMELLA HÉR: Síðan lenti hann í útistöðum við Sergio Garcia, á WGC-Dell Technologies heimsmótinu í holukeppni um hvort gefa mætti bolta. (Reyndar hefir Garcia átt stórkostlegt ár geðluðra í ár!) Á árinu reyndi Kuchar einnig að sannfæra dómara að hann ætti Lesa meira
Evróputúrinn: MacIntyre og Ritthammer leiða f. lokahringinn
Það eru heimamaðurinn Bernd Ritthammer og skoski kylfingurinn Robert MacIntyre sem eru í forystu á Porsche European Open mótinu, móti vikunnar á Evróputúrnum í Hamborg. Báðir eru þeir búnir að spila á 9 undir pari, 207 höggum; Ritthammer (71 66 70) og MacIntyre (68 65 74). Einn í 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum á samtals 8 undir pari, 208 höggum (66 73 69) – er Paul Casey. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Porsche European Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Porsche European Open SMELLIÐ HÉR:
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur og Guðmundur Ágúst báðir T-18 e. 3. dag
Þeir Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, eru báðir hnífjafnir eftir 3. dag á Open de Bretagne mótinu, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu og fer fram á Golf Bluegreen de Pléneuf Val André, í Frakklandi. Birgir Leifur og Guðmundur Ágúst eru báðir búnir að spila á samtals 2 undir pari, 208 höggum (67 72 69) og eru T-18 þ.e. jafnir í 18. sæti ásamt 8 öðrum kylfingum. Í efsta sæti er Þjóðverjinn Sebastian Heisele, á samtals 8 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Open de Bretagne mótinu SMELLIÐ HÉR: Guðmundur Ágúst öðlaðist keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni með því að sigra á þremur mótum á Nordic Tour Lesa meira
Golfgrín á laugardegi 2019 (36)
Einn gamall og góður á ensku: The Pope met with his cardinals to discuss a proposal from the Prime Minister of Israel. “Your Holiness,” said one of the cardinals, “the Prime Minister wants to challenge you to a game of golf to show the friendship and ecumenical spirit shared by the Jewish and Catholic faiths.” The Pope thought this was a good idea, but he had never played golf. “Do we have a cardinal who plays who can represent me?” he asked. “None that play well,” the cardinal replied. “But there is a man named Jack Nicklaus, an American golfer, who is very devout. We can offer to make him Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Lovísa Hermannsdóttir – 7. september 2019
Það er Lovísa Hermannsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Lovísa er fædd 7. september 1949 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Lovísa hefir tekið þátt í fjölda opinna móta sem innanfélagsmóta hjá Keili og staðið sig vel. T.a.m. varð hún í 1. sæti á Gullhamrinum í Borgarnesi 2011. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Lovísa Hermannsdóttir – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Carolyn Cassidy Cudone, f. 7. september 1918 – d. 1. mars 2009; Louise Suggs, 7. september Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2020: Tyler McCumber (2/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira










