Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2019 | 12:00

Norðurlandsmótaröðin: Úrslit

Systkinin Lárus Ingi og Kara Líf Antonsbörn, GA (sjá mynd í aðalmyndaglugga) eru Norðurlandsmeistarar í sínum aldursflokkum á Norðurlandsmótaröðinni, sem lauk á Jaðarsvelli 15. september sl. Sjá má úrslit í öllum aldursflokkum hér að neðan úr lokamótinu: Stelpur 14 ára og yngri: 1 Kara Líf Antonsdóttir GA 18 19 F 19 90 90 2 Anna Karen Hjartardóttir GSS 11 20 F 20 91 91 3 Lana Sif Harley GA 24 27 F 27 98 98 4 Una Karen Guðmundsdóttir GSS 22 34 F 34 105 105 5 Kristín Lind Arnþórsdóttir GA 28 41 F 41 112 112 Strákar 14 ára og yngri: T Veigar Heiðarsson GA 0 7 F 7 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2019 | 08:00

Solheim Cup 2019: Hver stóð sig best… og hver verst?

Í fyrirsögn er spurt: Hver stóð sig best í nýafstöðnu Solheim Cup 2019? Svarið við þessu virðist einfalt: lið Evrópu, þær sigruðu jú! Það er rétt en ….. þetta er samt ekki svona einfalt; í keppni sem Solheim er það liðsheildin sem skiptir máli, en hér á eftir verður farið í hvernig hver og einn leikmaður af leikmönnunum 24 í Solheim Cup stóð sig. Stelpurnar stóðu sig með eftirfarandi hætti: Celine Boutier (Lið Evrópu) 4 stig    4-0-0 Georgia Hall (Lið Evrópu) 4 stig      4-0-0 Talað er um Boutier og Hall sem samsvarandi tvennd og „Molinari“ í Rydernum. Þær unnu alla leiki sína!!! Stóðu sig langbest af öllum.  Saman voru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2019 | 06:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Dagbjartur á 75 1. dag!

Dagbjartur Sigurbrandsson GR hóf leik í gær í úrtökumóti fyrir Evróputúrinn. Mótið fer fram á Stoke by Nayland Hotel Golf & Spa, í Stoke, Englandi, dagana 17.-20. september. Dagbjartur lék 1. hringinn á 4 yfir pari 75 höggum; fékk 2 fugla, 4 skolla og einn tvöfaldan skolla. Hann er T-61 af 93 keppendum eftir 1. dag. U.þ.b. 20% keppenda ná inn á 2. stig úrtökumótsins þannig að gera má ráð fyrir að um 18 efstu fari áfram. Fylgjast má með gengi Dagbjarts og skorinu á úrtökumótinu í Stoke með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2019 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar enduðu í 9. sæti í Indiana

Tumi Kúld, GA og félagar í Western Carolina spiluðu í 1. móti sínu þessa haustönn: Crusaders Collegiate. Mótið fór fram í Chesterton, Indiana dagana 16.-17. september og gestgjafi var Valparaiso háskóli. Tumi lék á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (79 78 71) og lauk keppni T-51. Tumi var á 3.-4. besta skorinu í liði sínu sem endaði í 9. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Crusaders Collegiate SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Tuma og Western Carolina er í N-Karólínu 30. september n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristófer Karl Karlsson – 17. september 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Kristófer Karl Karlsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM) og Íslandsmeistari 2018 í holukeppni í flokki 17-18 ára pilta. Kristófer Karl er fæddur 17. september 2001 og er því 18 ára í dag. Kristófer Karl var valinn efnilegastur GKJ-ingurinn um þetta leyti fyrir 7 árum, 2012 (þá 11 ára) og hann hefir svo sannarlega staðið undir því. Það ár (2012) spilaði Kristófer Karl á Áskorendamótaröði Arion banka og þar sigraði hann í 1. og 4. mótinu í strákaflokki. Kristófer Karl sigraði eftirminnilega á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014, sem fram fór á Korpunni. Hann átti m.a. stórglæsilegan hring upp á 4 undir pari, 68 högg!!! Þetta var fyrsti sigur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Mark Anderson (11/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2019 | 07:45

Solheim Cup 2019: Catriona myndi ekki segja nei

Catriona Matthew útilokar ekki að hún muni bjóða sig fram til fyrirliðastarfa aftur í Solheim Cup eftir 2 ár. Þá, árið 2021, fer Solheim Cup fram í Inverness Club í Ohio og mun lið Bandaríkjanna þá freista þess að hefna ófaranna frá sl. helgi. Catriona var enn í sigurvímu eftir frábæran sigur lið hennar, liðs Evrópu, í Solheim Cup 2019, þar sem lið Evrópu bar sigurorð af liði Bandaríkjanna 14 1/2 – 13 1/2. „Ég ætla fyrst að leyfa þessu að seytla inn í vitundina (sigrinum), en maður veit aldrei, ég myndi ekki segja nei,“ sagði Catriona aðspurð um hvort hún hygðist bjóða sig fram til áframhaldandi fyrirliðastarfa. Catriona sagði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2019 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Særós Eva lauk keppni í Dartmouth Inv.!

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, lék sem einstaklingur í Dartmouth Invitational mótinu. Mótið fór fram dagana 14.-15. september í Hanover, New Hampshire. Þátttakendur voru 79 frá 13 háskólum. Særós Eva lék á samtals 184 höggum (85 79) og lauk keppni í 64. sæti. Sjá má lokastöðuna á Dartmouth Invitational með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Boston University er 22. september n.k. Þess mætti geta að Helga Kristín Einarsdóttir, GK, lék einnig í þessu móti og má sjá frétt um gengi hennar með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar á 3. besta skori í liði sínu í Arizona

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Georgia State tóku þátt í fyrsta móti skólans á haustönn, Maui Jim Intercollegiate. Mótið fór fram dagana 13.-15. september sl. í Carefree, Arizona. Þátttakendur voru 75 frá 15 háskólum. Egill Ragnar var á 3. besta skorinu í liði sínu, lék á samtals 3 yfir pari, 213 höggum (74 72 67) og endaði T-51 í einstaklingskeppninni. Síðasti hringur Egils Ragnars var sérlega glæsilegur en þann hring lék hann á 3 undir pari, 67 höggum. Georgia State lauk keppni í 13. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Maui Jim Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Egils Ragnars og Georgia Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2019 | 05:00

GÞH: Þórunn og Sigurpáll Geir klúbbmeistarar 2019

Meistaramót Golfklúbbsins Þverá að Hellishólum í Fljótsárhlíð fór fram 23. ágúst í sl. mánuði. Þátttakendur voru 28; 17 karlkylfingar og 11 kvenkylfingar. Klúbbmeistarar GÞH 2019 eru Sigurpáll Geir Sveinsson og Þórunn Rúnarsdóttir. Spilaðir voru 2 hringir og voru yfirburðir Sigurpáls Geirs miklir. Hann var sá eini sem spilaði Þverárvöll á undir pari og það ekki svo litlu; heilum 13 undir pari, 131 höggi (66 65)!!! Sjá má úrslit í meistaramóti GÞH 2019 hér að neðan í karla- og kvennaflokki: Karlaflokkur: 1 Sigurpáll Geir Sveinsson GS -2 -7 F -13 66 65 131 2 Baldur Baldursson GÞH 3 3 F 4 73 75 148 3 Ívar Harðarson GÞH 5 6 F Lesa meira