Særós Eva Óskarsdóttir, GKG
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2019 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Særós Eva lauk keppni í Dartmouth Inv.!

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, lék sem einstaklingur í Dartmouth Invitational mótinu.

Mótið fór fram dagana 14.-15. september í Hanover, New Hampshire.

Þátttakendur voru 79 frá 13 háskólum.

Særós Eva lék á samtals 184 höggum (85 79) og lauk keppni í 64. sæti.

Sjá má lokastöðuna á Dartmouth Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Boston University er 22. september n.k.

Þess mætti geta að Helga Kristín Einarsdóttir, GK, lék einnig í þessu móti og má sjá frétt um gengi hennar með því að SMELLA HÉR: