LET: Erfið byrjun hjá Valdísi á Opna franska
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hóf leik á Lacoste Ladies Open de France mótinu í dag. Mótið fer fram dagana 19.-22. september 2019 á Chateaux golfvellinum á Médoc golfsvæðinu í Frakklandi. Valdís átti erfiða byrjun; lék á samtals 8 yfir pari, 79 höggum og er T-96 eftir 1. dag. Á hringnum fékk Valdís Þóra 3 fugla, 1 skolla, 3 tvöfalda skolla og einn skelfilegan 4-faldan skolla á par-3 12. holu Chateaux golfvallarins. Sjá má stöðuna á Lacoste Ladies Open de France með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lincicome – 19. september 2019
Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Brittany Grace Lincicome. Hún er fædd 19. september 1985 í St. Petersburg, Flórída og því 34 ára í dag. Brittany býr í bænum Seminole í Flórída, en bæjarheitið er hið sama og nafnið á eina indíánaættflokk, sem býr í Flórída, en þeir búa á Seminole-verndarsvæðinu og reka þar m.a. spilavíti. Lincicome er meðal högglengstu kylfingur LPGA, slær um 278,6 yarda (255 metra). Hún varð atvinnumaður 2004 eftir að hafa “útskrifast” í 20. sæti úr Q-school LPGA. Fyrsti sigur hennar var á HSBC-heimsmeistaramóti kvenna, þar sem hún sigraði Michelle Wie í fjórðungsúrslitum, Lorenu Ochoa í undanúrslitum og Julie Inkster í lokaeinvíginu um meistaratitilinn. Næst sigraði hún Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2020: Rhein Gibson (13/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Heiðrún Anna stóð sig vel á 1. móti sínu!
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, keppti á sínu 1. móti í bandaríska háskólagolfinu. Hún stundar nám og spilar golf með golfliði Coastal Carolina, sama háskóla og Dustin Johnson, spilaði með á sínum tíma. Mótið sem Heiðrún Anna tók þátt í var Glass City Invitational og fór fram dagana 16.-17. september sl. í Inverness golfklúbbnum í Toledo, Ohio. Þátttakendur voru 80 frá 13 háskólum. Hún lék á samtals á 227 höggum (75 77 75) og var á 1.-2. besta skori í liði sínu! Sjá má lokastöðuna á Glass City Invitational mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Heiðrúnar Önnu og Coastal Carolina fer fram 27. september n.k.
LET: Valdís hefur leik á Opna franska
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefur leik á Lacoste Ladies Open de France mótinu í dag kl. 10:06 að staðartíma (sem er kl. 8:06 að íslenskum tíma) þ.e. fer út eftir u.þ.b. 1 klukkustund. Við sendum henni auðvitað alla okkar bestu strauma!!! Í ráshóp með Valdísi Þóru eru þær Ana Menendez frá Mexíkó og Noemi Jimenez Martin frá Spáni. Keppnisstaður er Chateaux golfvöllurinn á Médoc golfsvæðinu í Frakklandi. Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru á Lacoste Ladies Open de France á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
Úrtökumót f. Evróputúrinn: Dagbjartur á 69 2. dag – Haraldur í 11. sæti e. 1. dag
GR-ingarnir Dagbjartur Sigurbrandsson og Haraldur Franklín Magnús léku báðir á úrtökumótum fyrir Evróputúrinn í gær. Dagbjartur lék 2. hring sinn á Stoke by Nayland úrtökumótinu, í Englandi, á 69 glæsihöggum og er samtals á 2 yfir pari, 144 höggum (75 69) eftir 2. dag. Á 2. hring sínum fékk Dagbjartur 1 örn, 3 fugla og 3 skolla. Við þetta færðist hann upp skortöfluna og er nú T-37 þ.e. deilir 37. sætinu með 12 öðrum kylfingum. Þátttakendur eru 93 í mótinu og 20% eða um 18 fari upp á 2. stig úrtökumótsins. Það er því á brattann að sækja fyrir Dagbjart, en ekkert útilokað haldi hann glæsispilamennskunni frá 2. hring áfram!!! Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Saga, Andrea & félagar luku keppni í 14. sæti í WA
Saga Traustadóttir, GR og Andrea Bergsdóttir, GKG og félagar í Colorado State tóku þátt í WSU Cougar Cup. Mótið fór fram dagana 16.-17. september 2019 í Pulman, Washington-ríki. Þátttakendur voru 89 frá 15 háskólum. Saga lék á samtals 227 höggum (77 76 74) og lék sífellt betur. Hún varð T-60 og var á besta skori Colorado State. Andrea var T-79 – lék á samtals 233 höggum (77 80 76). Sjá má lokastöðuna á WSU Cougar Cup mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Sögu og Andreu er 23. september n.k. í Colorado.
Bandaríska háskólagolfið: Jóhannes & félagar í 12. sæti í Louisiana
Jóhannes Guðmundsson, GR og félagar í St. Stephen F. Austin State University tóku þátt í Jim Rivers Intercollegiate. Mótið fór fram í Squire Creek, í Choudrant, Louisiana, dagana 15.-17. september og lauk því í gær. Jóhannes varð á 1.-2. besta skori í liði sínu sem hafnaði í 12. sæti í liðakeppninni. Í einstaklingskeppninni var Jóhannes T-34, lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (73 74 75). Sjá má lokastöðuna í Jim Rivers Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Jóhannesar & félaga er 7. október n.k. í Texas.
Afmæliskylfingur dagsins: Ásgerður Gísladóttir – 18. september 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Ásgerður Gísladóttir. Ásgerður er fædd 18. september 1963 og á því 56 ára afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Hveragerðis og er m.a. klúbbmeistari GHG 2013. Ásgerður hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum t.a.m. Lancôme mótinu á Hellu og Vormótum í Sandgerði og verið sigursæl þar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Ásgerður Gísladóttir (56 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ari Friðbjörn Guðmundsson, 18. september 1927 forystumaður í samtökum kylfinga um árabil; Steinunn Björk Eggertsdóttir, 18. september 1960 (59 ára); Svanur Sigurðsson, Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2020: Chase Seiffert (12/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira










