Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (48)

I’ve just killed my wife,” cried the golfer. “I didn’t see her. She was behind me, you see, and I started my backswing and clipped her right between the eyes. She must have died right that instant.” “What club were you using?” asked a concerned bystander. “Oh, my trusty 3-iron,” the distraught man replied. “Oh, I see,” murmured the other. “That’s the club that always gets me into trouble, too.”

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson – 30. nóvember 2019

Það er Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, sem er afmæliskylfingur dagsins, en hann fæddist 30. nóvember 1979 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn Sigursetinn Ingvar Rúnarsson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Steinunn Fjóla Jónsdóttir, 30. nóvember 1970 (49 ára); Anthony Kang, 30. nóvember 1972 (47 ára); Arnar Halldórsson, f. 30. október 1972 (47 ára); Alessandro Tadini, 30. nóvember 1973 (46 ára); Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, f. 30. nóvember 1979 (40 ára); Breanna Elliott, 30. nóvember 1991 (28 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2019 | 15:00

Evróputúrinn: Larrazabal efstur e. 3. dag

Það er spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal, sem leiðir eftir 3. hring Alfred Dunhill Championship. Mótið fer fram í Leopard Creek CC, Malelane, S-Afríku dagana 28. nóvember – 1. desember 2019. Larrazabal er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 261 höggi (66 69 70). Hann á 3 högg á hollenska kylfinginn Wil Besseling, sem er í 2. sæti. Í 3. sæti er síðan heimamaðurinn Brandon Grace á samtals 7 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á  Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Aron Snær Júlíusson – 29. nóvember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Aron Snær Júlíusson, GKG. Aron Snær fæddist 29. nóvember 1996 og á því 23 ára afmæli í dag. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu, með liði Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns og stóð sig vel. Af einstökum afrekum Aron Snæs mætti sem dæmi nefna að hann varð klúbbmeistari GKG 2015 og sigraði í Einvíginu á Nesinu 2015; hann setti vallarmet á Jaðrinum 2014 – 67 högg; hann varð stigameistari GSÍ á Íslandsbankamótaröðinni 2013 í piltaflokki tók m.a. þátt í Duke of York mótinu 2013 og sigraði í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ, árið 2012 og þá er fátt eitt talið. Allt frá árinu 2017 hefir Aron Snær fyrir sér í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2019 | 15:45

LET: Valdís Þóra úr leik

Valdís Þóra Jónsdóttir GL, tók þátt í næstsíðasta móti Evrópumótaraðar kvenna (ens.: Ladies European Tour skammst. LET), sem ber heitið Andalucia Costa del Sol Open. Mótið fer fram í Aloha golfklúbbnum, í Andaluciu á Spáni, sem er sumum íslenskum kylfingum vel kunnugur – dagana 28. nóvember – 1. desember 2019. Sjá má eldri kynningu Golf 1 (frá því fyrir 8 árum) á Aloha golfvellinum með því að SMELLA HÉR: Því miður komst Valdís Þóra ekki í gegnum niðurskurð. Hún lék á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (78 75) og var 4 höggum frá því að komast gegnum niðurskurð, sem miðaðist við samtals 5 yfir pari eða betra. Sjá má stöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Sæmundsdóttir – 28. nóvember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Sæmundsdóttir, GR, tvöfaldur Íslandsmeistari í golfi í flokki 50+ 2010 og 2011 sem og Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ með sveit eldri kvenna í GR, þ.e. 2011, 2012 og 2013. Steinunn fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1960. Hún byrjaði í golfi 14 ára og gekk í GR 1974. Aðaldriffjöðurin í golfleiknum var bróðir Steinunnar, Óskar en hún dró oft fyrir hann. Jafnhliða fjölda Íslandsmeistaratitla í golfi og klúbbmeistaratitla hjá GR er afmæliskylfingurinn okkar 12-faldur Íslandsmeistari á skíðum. Í dag er Steinunn með 5,5 í forgjöf. Steinunn er 4 barna móðir þeirra Sæunnar Ágústu 35 ára; Hlyns Heiðars, 35 ára; Söndru Rós, 22 ára og Sigrúnar Ásu 18 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2019 | 12:00

Góðlátlegt grín Tiger í garð Finau

Tiger Woods er þekktur á PGA Tour fyrir að vera með einn besta húmor allra kylfinga. Hvort hann á inni fyrir því eða hvort menn hlægja bara að viðleitni hans til fyndni vegna þess að þeir eru í námunda við golfgoðsögn skal látið liggja milli hluta. Tiger sagði frá síðasta húmoristíska uppátæki sínu á Captains´s Blog á vefsíðu Forsetabikarsins, þar sem hann ræddi meðal annars fyrirliðaval sitt á leikmönnum í lið Bandaríkjanna í Forsetabikarinn; þar sem hann valdi sjálfan sig, Patrick Reed, Gary Woodland og síðan … Tony Finau. Þar sagði Tiger m.a.: „Ég strídi Tony (Finau) svolítið þegar ég hringdi í hann til að segja honum að hann væri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2019 | 20:00

Sergio fær ekkert fyrir að mæta!

Sergio Garcia snýr aftur á vettvang e.t.v. mest neyðarlegustu uppákomu atvinnumannsferils síns, Saudi International mótið 2020. En hann mun ekki fá greitt fyrir viðveru sína, en helstu golfstjörnurnar fá himinháar upphæðir fyrir það eitt að tilkynna þátttöku sína í mótinu. Þetta þýðir að Garcia verður af $643,000 (78 milljónir íslenskra króna), sem hann hefði annars fengið fyrir það eitt að mæta. Þetta eru agaviðurlög, sem Evróputúrinn beitir hann. Garcia var vikið úr mótinu fyrir tæpu ári síðan eftir að hafa skemmt 5 púttflatir í Royal Greens Golf and Country Club, í Saudi Arabíu á 3. hring og fyrir að hafa fengið geðluðrukast í bönker á 2. hring. Í fréttatilkynningu frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þráinn Bj Farestveit – 27. nóvember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Þráinn Bj Farestveit. Hann er fæddur 27. nóvember 1964 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til afmæli hér að neðan Þráinn Bj Farestveit (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ferðafélag Siglufjarðar (92 ára); Hisayuki Sasaki, 27. nóvember 1964 (55 ára); Danielle Ammaccapane 27. nóvember 1965 (54 ára); Helmut Müller 27. nóvember 1973 (46 ára); Adrienne Bernadet, 27. nóvember 1984 (35 ára); Neglur Og Fegurð Eva, 27. nóvember 1984 (35 ára); Stephanie Kono, 27. nóvember 1989 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!) …… og …… Ragnheidur Arngrímsdóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Rikard Karlberg (4/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim. Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár. Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni. Golf 1 mun byrja á þeim sem rétt sluppu inn á mótaröðina en þeir eru 4: Jean Babtiste Gonnet frá Frakklandi, Dale Whitnell frá Englandi og Svíarnir Niklas Lemke og Rikard Karlberg. Þessir 4 Lesa meira