Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Elsa Jónsdóttir – 5. desember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía Elsa Jónsdóttir. Stefanía Elsa er fædd 5. desember 1996 og á því 23 ára afmæli í dag. Hún er afrekskylfingur Golfklúbbs Akureyrar. Árið 2012 hlaut Stefanía Elsa m.a. heiðursnafnbótina Fyrirmyndarkylfingur GA. Hún varð t.a.m. í 10. sæti á stigalista GSÍ í stúlknaflokki 2013. Árið 2014 sigraði Stefanía Elsa eftirminnilega í Kvennamóti Vita og Forever og er aðeins fátt eitt talið hér á glæstum ferli Stefaníu Elsu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Stefania Elsa Jónsdóttir, 23 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Helen Dettweiler, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Valdís Þóra Jónsdóttir – 4. desember 2019
Það er LET kylfingurinn og Íslandsmeistarinn í höggleik kvenna 2012 – Valdís Þóra Jónsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Valdís Þóra er fædd 4. desember 1989 og á því 30 ára STÓRafmæli í dag. Valdís tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik á Hellu með lokapúttinu og samtals skori upp á 13 yfir pari, 293 höggum (71 75 72 75) í lok júlí 2012. Valdís Þóra hefir m.a. verið klúbbmeistari Golfklúbbsins Leynis í mörg ár. Hún spilaði golf með golfliði Texas State í bandaríska háskólagolfinu, en þaðan útskrifaðist hún 2012. Valdís Þóra þátt í HM kvennalandsliða áhugamanna í Tyrklandi í september 2012. Valdís Þóra spilar hér heima á mótaröð þeirra bestu, hún hefir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Haukur Örn Birgisson – 3. desember 2019
Það er lögmaðurinn, forseti GSÍ og EGA, Haukur Örn Birgisson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haukur Örn er fæddur 3. desember 1979 og því 40 ára í dag. Hann er félagi í Golfklúbbnum Oddi og aukaaðild í Golfklúbbi Flúða. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Hauk Örn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Elsku Haukur Örn Birgisson – Innilega til hamingju með STÓRAFMÆLIÐ!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Hörður Vilhjálmur Sigmarsson, 3. desember 1953, GK (66 ára ); Skarphéðinn Skarphéðinsson, 3. desember 1954 (65 ára); Ólöf Nordal, 3. Lesa meira
GSÍ: Úlfar hlaut gullmerki GSÍ
Úlfar Jónsson, íþróttastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, fékk á dögunum afhent gullmerki Golfsambands Íslands. Úlfar, sem er sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, fékk viðurkenninguna fyrir störf sín í þágu íþróttarinnar og golfferilinn. Greint var frá útnefningunni á þingi Golfsambands Íslands þann 23. nóvember s.l. en Úlfar gat ekki verið viðstaddur afhendinguna á þeim tíma. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, afhenti Úlfari gullmerkið s.l. fimmtudag á aðalfundi GKG.
Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Pétursson —- 2. desember 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Bjarki Pétursson. Bjarki er fæddur 2. desember 1994 og á því 25 ára afmæli í dag. Bjarki er afrekskylfingur í Golfklúbbi Borgarness (GKB) og hefir m.a. orðið klúbbmeistari GB 5 sinnum í röð!!! Bjarki var m.a. valinn efnilegasti kylfingur Íslands á lokahófi GSÍ, 10. september 2011. Árið 2011 tók Bjarki þátt í Duke of York mótinu á Hoylake vellinum hjá Royal Liverpool klúbbnum og náði 16. sæti, sem er góður árangur í ljósi þess að veðrið var að leika keppendur grátt alla dagana. Árið 2011 var Bjarka gott en hann varð Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára pilta bæði í holukeppni og höggleik og m.a. kjörinn Íþróttamaður Borgarfjarðar Lesa meira
2 ára sonur DJ sýnir góða golftakta – Myndskeið
Sonur fyrrum nr. 1 á heimslistanum Dustin Johnson og Paulinu Gretzky, River Johnson, er aðeins 2 ára. Hann er samt nú þegar farinn að sýna að sjaldan falli eplið langt frá eikinni – Paulina setti meðfylgjandi myndskeið af sveilfu River inn á Instagram síðu sína með yfirskriftinni „Varið ykkur þarna á PGA Tour 2035″. Sjá má myndskeiðið af DJ og sveilfu River Johnson með því að SMELLA HÉR: Ekki aðeins þarf RJ ekki að hafa fjárhagslega áhyggjur það sem eftir er lífsins, sem þyðir að hann getur, ef hann vill, einbeitt sér alfarið að golfinu, heldur er hann líka með besta útbúnaðinn. Eftir því sem best fæst séð er barnið Lesa meira
LET: Van Dam sigraði
Það var hin hollenska Anne Van Dam, sem sigraði á Andalucia Costa del Sol Open de España, en mótið var mót vikunnar á LET. Mótið fór fram í Aloha golfklúbbnum, í Andaluciu, Spáni, 28. nóvember – 1. desember 2019 og lauk því fyrr í dag. Sigurskor Van Dam var 13 undir pari, 275 högg (68 69 68 70). Í 2. sæti urðu þær Aditi Ashok og Nanna Koerstz Madsen, 1 höggi á eftir, hvor. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tók þátt í mótinu en komst því miður ekki gegnum niðurskurð. Sjá má lokastöðuna á Andalucia Costa del Sol Open de España með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Larrazabal sigraði á Alfred Dunhill
Það var spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal sem sigraði á Alfred Dunhill Links mótinu, móti vikunnar á Evróputúrnum. Mótið fór fram 28. nóvember – 1. desember 2019 á Leopard Creek vellinum í S-Afríku og lauk í dag. Sigurskorið var 8 undir pari, 280 högg (66 69 70 75). Larrazabal átti afar slakan lokahring og í lokinn aðeins 1 högg á þann sem varð í 2. sæti, Svíann Joel Sjöholm, sem var á 7 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Alfred Dunhill Links með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Lee Trevino ———– 1. desember 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Lee Trevino, en hann fæddist 1. desember 1939, í Dallas, Texas og því 80 ára merkisafmæli í dag. Lee Trevinoer oft uppnefndur „Supermex“ eða „The Merry Mex“ vegna mexíkansks uppruna síns, en móðir hans, Juanita, er mexíkönsk og Lee mikið átrúnaðargoð meðal mexíkanskra golfaðdáenda. Lee gerðist atvinnumaður í golfi árið 1960 og hefir því spilað leikinn göfuga í 51 ár á atvinnumannsstigi og á þeim tíma sigrað alls 90 sinnum, þar af 29 sinnum á PGA, 29 sinnum á Champions Tour og 32 sinnum á öðrum mótaröðum. Af helstu afrekum Lee mætti nefna að hann hefir í 6 skipti sigrað á risamótum golfsins, Opna bandaríska árin 1968 Lesa meira
Til hamingju Ísland – 1. desember 2019!
Í dag er Fullveldisdagurinn og við höldum upp á að Ísland hlaut fullveldi þann 1. desember 1918 frá Danmörku. Fullveldi felur í sér að fara með æðstu stjórn, dóms-, löggjafar- og framkvæmdavald, t.a.m. skv. kenningunni um þrískiptingu ríkisvalds yfir landsvæði eða hóp fólks. Það er ýmist ríkisstjórn eða þjóðhöfðingi sem fer með fullveldið. Ísland hlaut fullveldi í dag fyrir nákvæmlega 101 ári, en varð ekki sjálfstætt fyrr en 17. júní 1944. Ástæðan er sú að Íslendingar viðurkenndu danska konunginn áfram sem þjóðhöfðingja sinn og utanríkisstefna Íslands var áfram í höndum Dana. Golf 1 óskar kylfingum landsins, sem öðrum Íslendingum til hamingju með daginn!










