Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2019 | 15:00

Evróputúrinn: Larrazabal efstur e. 3. dag

Það er spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal, sem leiðir eftir 3. hring Alfred Dunhill Championship.

Mótið fer fram í Leopard Creek CC, Malelane, S-Afríku dagana 28. nóvember – 1. desember 2019.

Larrazabal er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 261 höggi (66 69 70).

Hann á 3 högg á hollenska kylfinginn Wil Besseling, sem er í 2. sæti.

Í 3. sæti er síðan heimamaðurinn Brandon Grace á samtals 7 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á  Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR: