Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Chris Wood ——– 26. nóvember 2019

Christopher James (alltaf nefndur Chris) Wood fæddist 26. nóvember 1987 í Bristol á Englandi og á því 32 ára stórafmæli í dag. Chris var í Golden Valley Primary School í Nailsea frá 4-11 ára aldurs, áður en hann byrjaði í Backwell skólanum. Hann byrjaði í golfi mjög ungur, en hafði á þeim tíma alveg jafnmikinn áhuga á fótbolta og stefndi alltaf á að spila með Bristol City Football Club. Hann var félagi í the Long Ashton Golf Club nálægt Bristol 9 ára gamall og við 12 ára aldurinn var forgjöf hans orðin eins-stafs. Chris Wood sigraði English Amateur Order of Merit árin 2007 og 2008. Hann gerðist atvinnumaður í golfi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2019 | 08:00

LET: Valdís með í 2 mótum!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, á eftir að keppa á tveimur mótum á þessu tímabili á LET Evrópumótaröðinni. Í þessari viku, dagana nóvember, 28.-1. desember fer fram mót á Spáni, Andalucia Costa del Sol, á Aloha vellinum. Valdís Þóra er á meðal keppenda á því móti. Nánar um mótið hér: Lokamót tímabilsins á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki fer síðan fram 5.-8. desember í Afríkuríkinu Kenía. Mótin á Spáni og í Afríku verða 15. og 16. mótið á LET Evrópumótaröðinni hjá Valdísi Þóru á þessu tímabili. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á 8 mótum af alls 14. Besti árangur hennar er 5. sætið á þessu tímabili. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Adolf Oddgeirsson – 25. nóvember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhann Adolf Oddgeirsson. Jóhann Adolf er fæddur 25. nóvember 1973 og á því 46 ára afmæli í dag. Jóhann Adolf er í Golfklúbbi Setbergs. Hann er kvæntur Rut Sig og á tvær dætur og einn son. Komast má á facebook síðu Jóhanns Adolfs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Jóhann Adolf Oddgeirsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Art Wall f. 25. nóvember 1923 – 31. október 2001 (hefði orðið 96 ára í dag); Amelia Rorer, 25. nóvember 1952 (67 ára); Nolan Jay Henke, 25. nóvember 1964 (55 ára), Þórey Sigþórsdóttir, 25. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2019 | 09:00

PGA: Duncan hafði betur í bráðabana á RSM g. Simpson

Það var Tyler Duncan, sem hafði betur gegn Webb Simpson í The RSM Classic, móti sl. viku á PGA Tour. Eftir hefðbundinn holufjölda var jafnt á með þeim Duncan og Simpson og varð því að koma til bráðabana milli þeirra. Í bráðabananum sigraði Duncan með fugli á 2. holu. Duncan er e.t.v. ekki sá þekktasti á PGA Tour – en sjá má eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á The RSM Classic með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2019 | 07:00

Evróputúrinn: Rahm sigraði á DP!

Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem stóð uppi sem sigurvegari á DP World Tour Championship, lokamóti Evróputúrsins. Sigurskor Rahm var 19 undir pari, 269 högg (66 69 66 68). Í 2. sæti varð Tommy Fleetwood, 1 höggi á eftir. Í 3. sæti varð síðan franski kylfingurinn Mike Lorenzo Vera, enn öðru höggi á eftir. Sjá má lokastöðuna á DP World Tour Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2019 | 20:00

Golfklúbburinn Esja

Golfklúbburinn Esja er nýr golfklúbbur sem er nú formlegur aðili að Golfsambandi Íslands. Umsókn GE um inngöngu var samþykkt á stjórnarfundi GSÍ. GE er skammstöfun klúbbsins. Alls eru því 63 golfklúbbar innan raða GSÍ. Í stjórn Golfklúbbsins Esju eru Magnús Lárusson, Páll Ingólfsson og Birgir Guðjónsson. Á stofnfundinn mættu Páll Ingólfsson, Magnús Lárusson., Björn Þór Hilmarsson, Guðjón Karl Þórisson, Guðmundur Ingvi Einarsson, Tómas Salmon, Birgir Guðjónsson, Guðlaugur Rafnsson, Helgi Anton Eiríksson og Hermann Geir Þórsson. Þessi hópur kylfinga hefur á undanförnum árum verið í röðum Golfklúbbsins Jökuls á Snæfellsnesi, GJÓ, og leikið m.a. í 1. deild undir merkjum GJÓ á Íslandsmóti golfklúbba. Golfklúbburinn Esja er með samstarfssamning við Golfklúbb Brautarholts, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2019 | 18:00

LPGA: Sei Young Kim sigraði á CME

Það var Sei Young Kim frá S-Kóreu sem sigraði á CME Group Tour Championship. Sigurskor Kim var 18 undir pari, 270 högg (65 – 67 – 68 – 70). Kim átti 1 högg á þá sem varð í 2. sætinu, en það var Solheim Cup kylfingurinn evrópski, Charley Hull, sem var á samtals 17 undir pari, 271 höggi (72 – 67 – 66 – 66). Bandarísku kylfingarnir Danielle Kang og Nelly Korda deildu 3. sætinu, báðar á samtals 16 undir pari, hvor. Fyrir sigur sinn í CME hlaut Kim 1,5 milljónir bandaríkjadala í sigurlaun (sem er uþb. 184,5 milljónir íslenskra króna) en þess mætti geta að verðalaunaféð í CME er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Svavarsson – 24. nóvember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurbjörn Svavarsson. Sigurbjörn er fæddur 24. nóvember 1949 og er því 70 ára í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Sigurbjörn Svavarsson (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Simone Thion de la Chaume, f. 24. nóvember 1908 – d. 4. september 2001; Bogi Nilsson, 24. nóvember 1940 (79 ára); Scott Hoch f. 24. nóvember 1955 (64 ára); Sólveig Sigurjónsdóttir (58 ára); Baldvina Snælaugsdóttir, 24. nóvember 1965 (54 ára); Auðunn Einarsson, 24. nóvember 1975 (44 ára) … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (47)

Einn á ensku: An argumentative drunk was looking for a fight. Sitting in the club bar drowning his sorrows all afternoon after losing his match, the guy was begging for a confrontation. Finally, he threw a punch at the player on the nearest bar stool. The guy ducked, and the drunk, losing his balance, fell off his stool and onto the floor. By the time he’d disentangled himself from bar stools and dusted himself off, his opponent had left. “D’ya see that, barman,” he complained. “Not much of a fighter was he?” “Not much of a driver either, sir. He’s just driven over your clubs,” said the bartender gazing out Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Niklas Lemke (3/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim. Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár. Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni. Golf 1 mun byrja á þeim sem rétt sluppu inn á mótaröðina en þeir eru 4: Jean Babtiste Gonnet frá Frakklandi og Dale Whitnell frá Englandi, sem þegar  hafa verið kynntir og Svíarnir Niklas Lesa meira