Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2019 | 20:00

Sergio fær ekkert fyrir að mæta!

Sergio Garcia snýr aftur á vettvang e.t.v. mest neyðarlegustu uppákomu atvinnumannsferils síns, Saudi International mótið 2020.

En hann mun ekki fá greitt fyrir viðveru sína, en helstu golfstjörnurnar fá himinháar upphæðir fyrir það eitt að tilkynna þátttöku sína í mótinu.

Þetta þýðir að Garcia verður af $643,000 (78 milljónir íslenskra króna), sem hann hefði annars fengið fyrir það eitt að mæta.

Þetta eru agaviðurlög, sem Evróputúrinn beitir hann.

Garcia var vikið úr mótinu fyrir tæpu ári síðan eftir að hafa skemmt 5 púttflatir í Royal Greens Golf and Country Club, í Saudi Arabíu á 3. hring og fyrir að hafa fengið geðluðrukast í bönker á 2. hring.

Í fréttatilkynningu frá Garcia á stuttu eftir atvikið sagði m.a.: „Ég virði ákvörðunina um brottvikningu mína (úr mótinu). Í ergelsi eyðilagði ég nokkrar flatir, sem ég biðst afsökunar á og ég hef tilkynnt samkylfingum mínum og félögum að þetta muni ekki gerast aftur.“

Meðal kylfinga, sem tjáðu sig um ósæmilegt framferði Garcia á sínum tíma var núverandi nr. 1 á heimslistanum, Brooks Koepka. Hann sagði m.a.: „Það er pirrandi sem leikmaður að sjá slíka hegðun, sem vanvirðir alla. Að hegða sér barnalega hérna úti er ekki svalt. Þetta er ekki gott fordæmi, ekki svalt og sýnir hvorki okkur né öðrum virðingu.

Garcia var ekki vikið af mótaröðinni, en mun nú taka þátt að nýju, án þess að þiggja mætingarþóknun.

Aðrar stórstjörnur, sem hafa tilkynnt að þeir muni taka þátt eru m.a. Brooks Koepka og sá sem á titil að verja, Dustin Johnson.

Saudi International fer fram í lok janúar 2020.