07/08/2018. Ladies European Tour 2018. European Championships, PGA Centenary Course. Gleneagles, Scotland August 8 -12 2018. Valdis Jonsdottir of Iceland during a practice round. Credit: Tristan Jones
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2019 | 15:45

LET: Valdís Þóra úr leik

Valdís Þóra Jónsdóttir GL, tók þátt í næstsíðasta móti Evrópumótaraðar kvenna (ens.: Ladies European Tour skammst. LET), sem ber heitið Andalucia Costa del Sol Open.

Mótið fer fram í Aloha golfklúbbnum, í Andaluciu á Spáni, sem er sumum íslenskum kylfingum vel kunnugur – dagana 28. nóvember – 1. desember 2019.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 (frá því fyrir 8 árum) á Aloha golfvellinum með því að SMELLA HÉR:

Því miður komst Valdís Þóra ekki í gegnum niðurskurð.

Hún lék á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (78 75) og var 4 höggum frá því að komast gegnum niðurskurð, sem miðaðist við samtals 5 yfir pari eða betra.

Sjá má stöðuna í Andalucia Costa del Sol Open með því að SMELLA HÉR: 

Valdís Þóra verður einnig með í síðasta móti LET, Magical Kenya Ladies Open sem fram fer í  Vipingo Ridge í Keyna og vonandi gengur betur þá!