Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2019 | 12:00

Góðlátlegt grín Tiger í garð Finau

Tiger Woods er þekktur á PGA Tour fyrir að vera með einn besta húmor allra kylfinga.

Hvort hann á inni fyrir því eða hvort menn hlægja bara að viðleitni hans til fyndni vegna þess að þeir eru í námunda við golfgoðsögn skal látið liggja milli hluta.

Tiger sagði frá síðasta húmoristíska uppátæki sínu á Captains´s Blog á vefsíðu Forsetabikarsins, þar sem hann ræddi meðal annars fyrirliðaval sitt á leikmönnum í lið Bandaríkjanna í Forsetabikarinn; þar sem hann valdi sjálfan sig, Patrick Reed, Gary Woodland og síðan … Tony Finau.

Þar sagði Tiger m.a.: „Ég strídi Tony (Finau) svolítið þegar ég hringdi í hann til að segja honum að hann væri í liðinu. Mér fannst ég finna hjarta hans taka kipp þegar ég sagði honum að ég hefði slæmar fréttir að færa honum. Þannig að ég lét að svitna svolítið í nokkrar sekúndur áður en ég bauð hann velkominn í Forsetabikarsliðið.

Forsetabikarinn er að öllu leyti svipaður Rydernum nema liðin sem mætast eru lið Bandaríkjanna gegn Alþjóðaliðinu (þ.e. frá öllum öðrum ríkjum utan Evrópu).

Forsetabikarskeppnin fer fram í Royal Melbourne golfklúbbnum 12.-15. desember n.k.