Langer-feðgar sigruðu á PNC Father/Son
Það voru Bernhard Langer og sonur hans Jason sem sigruðu á PNC Father/Son. Þeir þurftu að hafa fyrir sigrinum því eftir hefðbundnar 36 holu spil voru 3 af 20 liðum efst og jöfn. Auk Langer-feðganna voru það Lehman og Goosen-feðgarnir, öll þrjú lið á samtals 24 undir pari, hvert. Úrslitin réðust því í bráðabana og þar unnu Langer-feðgar, með glæsilegum erni þegar á 1. holu. Sjá má lokastöðuna á PNC Father/Son með því að SMELLA HÉR:
Sörenstam fyrsti kvenatvinnukylfingurinn til að taka þátt í PNC Father/Son Challenge
Golfferill Anniku Sörenstam hefir allur snúist um að vera nr. 1. Og 72 sinnum varð hún nr. 1 á LPGA mótum, þar af í 10 risamótum. Hún er enn nr. 1 á lista þeirra kvenkylfinga, sem unnið hafa sér inn mest verðlaunafé í mótum, meira en áratug eftir að hún hætti í keppnisgolfi. Hún hefir m.a.s. komið til Íslands, til þess að halda golfsýnikennslustundir og miðla af reynslu sinni til íslenskra kylfinga, fyrst kvengolfgoðsagna. Og nú var Annika fyrst kvenatvinnukylfinga til þess að taka þátt í PNC Father/Son Challenge, sem fram fór 5.-8. desember og lauk í gær. Hún spilaði ekki með börnum sínum Övu 10 ára eða Will 8 Lesa meira
Valdís Þóra aðeins 1 sæti frá 100% þátttökurétti á LET
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, endaði í 50. sæti á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar, Magical Kenya Ladies Open . Hún lék hringina fjóra á +8 samtals (76-74-69-77). Sjá má lokastöðuna með því að SMELLA HÉR: Valdís Þóra endaði í 71. sæti stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Hún var aðeins einu sæti frá því að tryggja sér 100% þátttökurétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Valdís Þóra getur lagað stöðu sína með því að taka þátt á úrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina sem fram fer í janúar – en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort hún velji að fara þá leið. Niðurstaðan er eins og áður segir 71. sætið og það Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Sveinsdóttir – 8. desember 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Sveinsdóttir. Ágústa er fædd 8. desember 1954 og á því 65 ára afmæli í dag. Ágústa er í Golfklúbbnum Keili, í Hafnarfirði og hefir tekið þátt í ýmsum opnum mótum s.l. sumar og er yfirleitt meðal efstu keppenda. Sjá má eldra viðtal við Ágústu sem birtist hér á Golf 1 SMELLIÐ HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústu til hamingju með daginn hér að neðan: Ágústa Sveinsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið Ágústa!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Laurie Auchterlonie, f. 8. desember 1868 – d. 20. janúar 1948; Útúrdúr Bókabúð 8. desember 1907 (112 ára); Edward Lesa meira
LET: Henseleit sigurvegari í Kenía, nýliði ársins og stigameistari!
Þýski kylfingurinn Esther Henseleit gerði sér lítið fyrir og sigraði á Magical Kenia Ladies Open. Sigurskor hennar var 14 undir pari, 274 högg (69 70 71 64). Lokaskor Henseleit upp á 64 högg var vallarmet á Vipingo Ridge vellinum, nálægt Mombasa í Kenya. Í 2. sæti varð indverski kylfingurinn Aditi Ashok, aðeins 1 höggi á eftir, þ.e. samtals á 13 undir pari og loks í 3. sæti varð hin sænska Julia Engström, sem búin að var að hafa afgerandi forystu alla 3 fyrstu keppnisdaga mótsins, en fyrir lokahringinn átti hún m.a. 7 högg á næsta keppanda. Afleitur lokahringur hennar upp á 74 högg kostaði hana sigurinn! Valdís Þóra Jónsdóttir, GL Lesa meira
Evróputúrinn: Højgaard sigraði á Mauritius Open
Það var Daninn Rasmus Højgaard, sem sigraði á Afrasia Bank Mauritius Open. Eftir hefðbundinn 72 holu leik í mótinu voru 3 kylfingar efstir og jafnir Rasmus Højgaard, Frakkinn Antoine Rozner og Renato Paratore frá Ítalíu, en allir höfðu þeir spilað á samtals 19 undir pari, hver. Það þurfti því bráðabana til þess að skera úr um úrslit milli þessara þriggja. Paratore datt út þegar á 1. holu en einvígið mili hins unga Højgaard og Rozner fór á 3. holu, þar sem Højgaard stóð uppi sem sigurvegari! Højgaard er 3. yngsti sigurvegari í sögu Evrópumótaraðar karla; var aðeins 18 ára, 271 daga ungur þegar hann vann fyrsta sigur sinn á mótaröðinni, Lesa meira
Matt Jones sigraði á Australian Open
Það var ástralski kylfingurinn Matt Jones, sem sigraði á Australian Open. Sigurskor Jones var samtals 15 undir pari, 269 högg (67 65 68 69). Fyrir sigurinn hlaut Jones $163,670, sem er u.þ.b. 20 milljónir íslenskar krónur. Í 2. sæti varð Louis Oosthuizen 1 höggi á eftir á samtals 14 undir pari, 270 höggum (68 66 70 66). Aðrir þekktir kylfingar, sem þátt tóku í mótinu í ár eru Paul Casey, Marc Leishman og Adam Scott. Mótsstaður Australian Open var The Australian golfstaðurinn rétt fyrir utan Sydney – Mótið fór fram 5.-8. desember og lauk nú í morgun. Sjá má lokastöðuna á Australian Open með því að SMELLA HÉR:
PGA: Stenson sigraði á Hero World Challenge
Það var Henrik Stenson, sem sigraði á Hero World Challenge. Mótið fór fram 4.-7. desember 2019 á Bahamas. Sigurskor Stenson var 18 undir pari – Í 2. sæti varð Jon Rahm á 17 undir pari og í 3. sæti Patrick Reed á samtals 14 undir pari og sjálfur mótshaldarinn, Tiger Woods varð í 4. sæti á samtals 13 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta í leik sigurvegarns Stenson á lokahring Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR:
Golfgrín á laugardegi 2019 (49)
Einn á ensku: A duffer hit a shot into the woods. From there, he hit it across the fairway into more trees, then proceeded to hit across the fairway again back into the same woods. Finally, after banging away several more times, he proceeded to hit into a sand trap. All the while, he’d noticed that the club pro had been watching. “What club should I use now?” he asked the pro. “I don’t know,” the pro replied. “What game are you playing?”
Afmæliskylfingur dagsins: Luke Donald ———- 7. desember 2019
Það er Luke Donald, sem er afmæliskylfingur dagsins. Luke Campbell Donald fæddist 7. desember 1977 í Hemel Hempstead, Herts í Hertfordshire og á því 42 ára afmæli í dag!!! Pabbi Luke var frá Stranraer í suðvesturhluta Skotlands, en hann er nú látinn. Vegna þess að rætur Luke liggja í Stranraer hefir hann alltaf talið sig hálfskoskan. Luke á bróður Christian og saman spiluðu þeir golf í Hazlemere og Beaconsfield golfklúbbunum á yngri árum og þegar Luke fór að skara fram úr var bróðir hans m.a.s. kylfusveinn hans og lengi vel frameftir eftir þegar Luke fór að spila á öllum helstu mótaröðum heims. Eitthvað sinnaðist þeim bræðrum fór Christian á pokanum Lesa meira










