Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2019 | 14:00

Evróputúrinn: Højgaard sigraði á Mauritius Open

Það var Daninn Rasmus Højgaard, sem sigraði á Afrasia Bank Mauritius Open.

Eftir hefðbundinn 72 holu leik í mótinu voru 3 kylfingar efstir og jafnir Rasmus Højgaard, Frakkinn Antoine Rozner og Renato Paratore frá Ítalíu, en allir höfðu þeir spilað á samtals 19 undir pari, hver.

Það þurfti því bráðabana til þess að skera úr um úrslit milli þessara þriggja. Paratore datt út þegar á 1. holu en einvígið mili hins unga Højgaard og Rozner fór á 3. holu, þar sem Højgaard stóð uppi sem sigurvegari!

Højgaard er 3. yngsti sigurvegari í sögu Evrópumótaraðar karla; var aðeins 18 ára, 271 daga ungur þegar hann vann fyrsta sigur sinn á mótaröðinni, í sínu 5. móti á mótaröðinni. Yngsti sigurvegari á Evópumótaröð karla er Matteo Manassero en hann var aðeins 17 ára 188 ungur þegar hann sigraði á Castello Masters, 2010,  og sá næstyngsti er Danny Lee, frá Nýja-Sjálandi, en hann var 18 ára, 213 daga ungur, þegar hann sigraði á Johnnie Walker Classic 2009.

Sjá má lokastöðuna á Afrasia Bank Maruitius Open með því að SMELLA HÉR: 

Mótið fór fram á Heritage GC, Heritage Bel Ombre, Máritíus, dagana 5.-8. desember 2019.