Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2019 | 13:00

Evróputúrinn: 3 efstir og jafnir e. 3. dag Mauritius Open

Það eru 3 kylfingar efstir og jafnir eftir 3. dag AFRASIA BANK Mauritius Open. Þetta eru forystumaður gærdagsins Skotinn Calum Hill, Thomas Detry frá Belgíu og Frakkinn Antoine Rozner. Allir hafa þremenningarnir spilað á samtals 16 undir pari. Sjá má stöðuna á AFRASIA BANK Mauritius Open með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 3. dags á AFRASIA BANK Mauritius Open með því að SMELLA HÉR:  (Bætt inn þegar myndband er til) Í aðalmyndaglugga: Thomas Detry

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2019 | 12:00

LET: Valdís Þóra T-27 e. 3. dag í Kenía

Valdís Þóra Jónsdóttir GL tekur þátt í Magical Kenya Ladies Open, sem er lokamót Evrópumótaraðar kvenna (LET). Í morgun var 3. hringurinn spilaður og lék Valdís Þóra á 69 höggum. Samtals er hún því búin að spila á 3 yfir pari, 219 höggum (76 74 69). Vegna hins góða 3. hringjar er Valdís Þóra nú jöfn 7 öðrum í 27. sæti. Sjá má stöðuna á Magical Kenya Ladies Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2019 | 07:00

GR: Jóhanna Lea hlaut háttvísibikarinn

Háttvísibikarinn er gjöf frá GSÍ í tilefni af 70 ára afmæli GR og er hann veittur ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem GR-ingar vilja sjá í afreksunglingum sínum. Sá sem hlýtur háttvísibikarinn þarf að hafa mikinn íþróttaanda, gefast aldrei upp, sýna miklar framfarir, vera sér og klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og umfram allt vera fyrirmynd fyrir aðra í kringum sig. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir hlýtur viðurkenninguna í ár. Jóhanna Lea er mikil og sterk fyrirmynd fyrir aðra iðkendur, hún er mjög dugleg við æfingar og hefur sýnt jafnar og góðar framfarir undanfarin ár. Nú á árinu varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2019 | 23:59

PGA: Woodland leiðir á Bahamas e. 3. dag

Það er Gary Woodland sem er í forystu á Hero World Challenge mótinu á Bahamas. Hann er búinn að spila samtals á 13 undir pari (66 69 68). Einu höggi á eftir er Henrik Stenson. Síðan deilir Tiger 3. sæti ásamt Jon Rahm og Justin Thomas; allir á 11 undir pari. Sjá má stöðuna á Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ásgeir Eiríksson —- 6. desember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Ásgeir Eiríksson. Hann er fæddur 6. desember 1947 og á því 72 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Ásgeirs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Ásgeir Eiríksson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arna Garðarsdóttir, 6. desember 1962 (57 ára); Þórir Bergsson, 6. desember 1963 (56 ára); Guðmundur Pétursson, 6. desember; Pétur Blöndal, 6. desember 1971 (48 ára); Beth Allen, 6. desember 1981 (38 ára, bandarísk, spilar á LET); Frederico Colombo, 6. desember 1987 (góður vinur Molinari-bræðranna ítölsku 32 ára) … og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2019 | 15:30

Evróputúrinn: Hill leiðir á Máritíus e. 2. dag

Skoski kylfingurinn Calum Hill leiðir í hálfleik Afrasia Bank Mauritius Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Mótið fer fram í Heritage golfklúbbnum, Heritage Bel Ombre, á Máritíus, dagana 5.-8. desember 2019. Hill er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (68 64). Þrír deila 2. sætinu, höggi á eftir, þ.e. á 11 undir pari, hver, en það eru Thomas Detry, Matthieu Pavon og Brandon Stone. Sjá má stöðuna á Afrasia Bank Mauritius Open að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2019 | 15:00

LET: Valdís Þóra komst áfram í Kenía!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, komst í gegnum niðurskurð á Magical Kenya Ladies Open, sem er lokamót Evrópumótaraðar kvenna. Þátttakendur í mótinu voru 104, 6 drógu sig úr mótinu og fá því efstu 65 að spila um helgina og er Valdís Þóra þar á meðal!!! Niðurskurður var í lokinn miðaður við 7 undir pari og Valdís Þóra lék á samtals 6 undir pari eins og Golf 1 greindi frá fyrr í dag. Samtals hefir Valdís Þóra spilað á 150 höggum (76 74), Hún e í gegnum niðurskurð – Glæsilegt hjá Valdísi!!! Sjá má stöðuna á Magical Kenya Ladies Open með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2019 | 10:00

LET: Valdís Þóra líklegast úr leik í Kenya

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í lokamóti ársins á Evrópumótaröð kvenna, Magical Kenya Ladies Open, sem fram fer 5.-8. desember 2019 á Vipingo Ridge, í Kenya. Því miður er hún líklegast úr leik því eins og staðan er nú munar aðeins 1 sárgrætilegu höggi að hún komist í gegnum niðurskurð; en hann er núna miðaður við 5 yfir par eða betra; Valdís er á 6 yfir pari. Valdís spilaði fyrstu tvo hringi mótsins á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (76 74). Efst í mótinu er Julia Engström frá Svíþjóð á samtals 11 undir pari (67 66) og er forystan afgerandi, en hún á heil 6 högg á þær sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2019 | 08:00

St. Nikulásardagur er í dag!

Í dag er haldið upp á St. Nikulásardaginn víðs vegar í ríkjum kaþólskra, en St. Nikulás frá Myrna er dýrlingur hjá kaþólskum. Dagurinn í dag er dánardægur St. Nikulás en hann dó árið 323, og gjöfuls anda hans minnst. Margar sögur eru til um kraftaverk St. Nikulás. Ein sagan gengur út á að hann hafi safnað saman öllum verðmætum í strandbæ einum í Tyrklandi og fengið þau sjóræningjum, sem höfðu hneppt börn bæjarins í gíslingu. Sagan á að sýna að börnin eru dýrmætari en allar mannana eigur. Frægust er sagan af því þegar hann forðaðið 3 föngulegum stúlkum frá hórdómi og endurlífgaði 3 drengi sem vondur kjötiðnaðarmaður var búinn að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2019 | 23:59

PGA: Reed leiðir á Bahamas

Það er Patrick Reed, sem er efstur á Hero World Challenge mótinu, sem fram fer í New Providence Bahamas og er mót vikunnar á PGA Tour. Reed er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (66 66). Í 2. sæti er Gary Woodland á samtals 9 undir pari. Reed og Woodland voru báðir valdir í lið Bandaríkjanna undir forystu Tiger Woods í Forsetabikarnum, en mótið fer fram eftir viku og eru þeir líklega að sýna honum að þeir séu traustsins verðir og í fínu formi. Sjá má stöðuna á Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 2. dags á Hero World Challenge með því Lesa meira