Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2019 | 07:00

Sörenstam fyrsti kvenatvinnukylfingurinn til að taka þátt í PNC Father/Son Challenge

Golfferill Anniku Sörenstam hefir allur snúist um að vera nr. 1.

Og 72 sinnum varð hún nr. 1 á LPGA mótum, þar af í 10 risamótum.

Hún er enn nr. 1 á lista þeirra kvenkylfinga, sem unnið hafa sér inn mest verðlaunafé í mótum, meira en áratug eftir að hún hætti í keppnisgolfi.

Hún hefir m.a.s. komið til Íslands, til þess að halda golfsýnikennslustundir og miðla af reynslu sinni til íslenskra kylfinga, fyrst kvengolfgoðsagna.

Og nú var Annika fyrst kvenatvinnukylfinga til þess að taka þátt í  PNC Father/Son Challenge, sem fram fór 5.-8. desember og lauk í gær.

Hún spilaði ekki með börnum sínum Övu 10 ára eða Will 8 ára. Félagi hennar í þessu 36 holu móti var pabbi hennar, Tom, maðurinn sem fyrst fékk henni golfkylfu í hönd í  Bro Balsta golfklúbbnum í Svíþjóð fyrir 40 árum síðan.

Eiginmaður Anniku, Mike McGee, sonur fyrrum PGA Tour leikmannsins og Ryder (1977) kylfingsins Jerry McGee, var kaddý Anniku og systir Anniku og Charlotta, var kylfuberi föður síns. .

Mér var það heiður að fá að taka þátt í PNC Father/Son með Föður mínum,“ sagði Annika. „Ég hef fylgst með þessu móti og það má sjá hversu sérstakt það er fyrir alla þátttakendur. Þar sem börn mín eru svolítið ung þá var ég glöð að geta spilað með pabba. Við hlógum mikið“

Ýmsar undantekningar hafa verið gerðar frá föður/sonar mótinu t.a.m. hefir verið leyft að pabbar spili með dætrum sínum. Dæmi þess eru þegar Fuzzy Zoeller spilaði með dóttur sinni Gretchen 2005, og sigurvegarinn í ár Bernhard Langer keppti með dottur sinni Christinu 2016. Í ár, 2019 keppti Jerry Pate með dóttur sinni Jenny.  Eins hefir verið leyft að afi keppi með barnabarni og eru Arnold Palmer og Sam Saunders dæmi þess.

Þess mætti geta að af 20 liðum sem þátt tóku í ár urðu vermdu Sörenstam og Pate-liðin botnsætin, þ.e. deildu með sér 19. sætinu.

Sjá má lokastöðuna PNC Father/Son með því að SMELLA HÉR: