Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2019 | 07:15

Langer-feðgar sigruðu á PNC Father/Son

Það voru Bernhard Langer og sonur hans Jason sem sigruðu á PNC Father/Son.

Þeir þurftu að hafa fyrir sigrinum því eftir hefðbundnar 36 holu spil voru 3 af 20 liðum efst og jöfn.

Auk Langer-feðganna voru það Lehman og Goosen-feðgarnir, öll þrjú lið á samtals 24 undir pari, hvert.

Úrslitin réðust því í bráðabana og þar unnu Langer-feðgar, með glæsilegum erni þegar á 1. holu.

Sjá má lokastöðuna á PNC Father/Son með því að SMELLA HÉR: