Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2020 | 18:00

Evróputúrinn: Catlin sigraði á Andalucia Masters

Það var bandaríski kylfingurinn John Catlin, sem stóð uppi sem sigurvegari á Estrella Damm Andalucia Masters mótinu, sem var mót vikunnar á Evróputúrnum.

Mótið fór fram í Real Club Valderrama, Spáni, dagana 3.-6. september sl.

Sigurskor Catlin var 2 yfir pari, 286 högg (69 70 72 75).

Í 2. sæti varð Martin Kaymer, frá Þýskalandi, 1 höggi á eftir og  3. sætinu deildu 3 kylfingar, sem allir léku á  samtals samtals 4 yfir pari, hver, en þetta voru þeir Wil Besseling frá Hollandi; Justin Hardner frá S-Afríku og Antoine Rozner frá Frakklandi.

Sjá má lokastöðuna á Estrella Damm Andalucia Masters með því að SMELLA HÉR: