Afmæliskylfingur dagsins: Karsten Solheim – 15. september 2020
Það er Karsten Solheim, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann var fæddur 15. september 1911 í Bergen, Noregi og hefði orðið 109 ára í dag. Hann lést 16. febrúar 2000. Karsten Solheim er upphafsmaður Solheim bikarsins, sem við hann er kenndur. Sá hlær eflaust í gröf sinni að bikarinn, sem við hann er kenndur er nú aftur kominn heim til Evrópu og sú sem átti sigurpúttið var landa hans, Suzann Pettersen! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fulton Peter Allem 15. september 1957 (63 ára); Sonja Ingibjörg Einarsdóttir, 15. september 1961 (59 ára); Elfur Logadóttir (49 ára); Kevin Sangwook Na (á kóreönsku: 나상욱 og hanja: 羅相昱), 15. september Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Anna Vilhjálms —– 14. september 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Anna Vilhjálmsdóttir. Anna er fædd 14. september 1945 og á því 75 ára merkisafmæli í dag!!! Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Anna Vilhjálmsdóttir (75 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jón Björgvin Stefánsson, GR, 14. september 1951 (69 ára); Guðrún Ásgerður Jónsdóttir, 14. september 1957 (63 ára); Arnar H. Ævarsson, 14. september 1964 (56 ára); Hafdis Gudmunds, 14. september 1967 (53 ára); Gareth Maybin 14. september 1980 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Will Claxton, 14. september 1981 (39 ára), Danielle McVeigh, 14. september 1987 (33 ára); Tony Lesa meira
LPGA: Mirim Lee sigraði á ANA Inspiration
Það var Mirim Lee sem sigraði á ANA Inspiration risamótinu eftir bráðabana við Brooke Henderson og Nelly Korda. Allar voru þær stöllur á 15 undir pari, eftir hefðbundnar 72 holur og varð því að koma til bráðabana og þar hafði Lee best. Fyrir sigurinn hlaut Lee $465.000 (eða tæp 63 milljónir íslenskra króna). Mótið fór að venju fram í Mission Hills CC, nú dagana 10.-13. september og lauk því í gær. Lexi Thompson var ein í 4. sæti á samtals 13 undir pari og Stacy Lewis í 5. sæti á 12 undir pari. Sjá má lokastöðuna á ANA Inspiration 2020 með því að SMELLA HÉR:
PGA: Cink sigraði á Safeway Open
Það var Stewart Cink, með son sinn Reagan á pokanum, sem sigraði á Safeway Open, fyrsta móti PGA mótaraðarinnar, keppnistímabilið 2020-2021. Sigurskor Cink var 21 undir pari, 267 högg (67 70 65 65). Harry Higgs varð í 2. sæti, 2 höggum á eftir Cink og 4 aðrir bandarískir kylfingar vermdu síðan 3. sætið, m.a. Doc Redman. Stewart Cink er fæddur 21. maí 1973 og því 47 ára – 11 ár eru frá síðasta sigri hans á PGA Tour, en sá sigur kom 19. júlí 2009 og á ekki ófrægara móti en Opna breska risamótinu, þar sem Cink hafði betur í bráðabana við gamla brýnið Tom Watson. Sjá má lokastöðuna á Lesa meira
Heimslistamótaröðin 2020 (II): Böðvar Bragi og María Björk sigruðu
Annað mótið í Heimslistamótaröðinni fór fram hjá GL dagana 12.-13. september 2020. Böðvar Bragi Pálsson, GR og María Björk Pálsdóttir, GKG sigruðu. Efstu 3 í karlaflokki voru eftirfarandi: 1 Böðvar Bragi Pálsson, GR, 2 undir pari, 214 högg (78 66 70) 2 Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, 2 yfir pari, 218 högg (78 68 72) 3 Ingi Þór Ólafsson, GM, 4 yfir pari, 220 högg (73 71 76) Efstu 3 í kvennaflokki voru eftirfarandi: 1 María Björk Pálsdóttir, GKG, 23 yfir pari, 239 högg (81 79 79) 2 Arna Rún Kristjánsdóttir, GM, 30 yfir pari, 246 högg (82 81 83) 3 Bjarney Ósk Harðardóttir, GR, 33 yfir pari, 249 högg (84 Lesa meira
Evróputúrinn: Coetzee sigraði á Portugal Masters
George Coetzee sigraði í dag, 13. september 2020, á Portugal Masters. Mótið fór fram 10.-13. september 2020 á Dom Pedro Victoria golfvellinum, í Vilamoura. Sigurskor Coetzee var 16 undir pari, 268 högg (66 70 66 66). Coetzee átti 2 högg enska kylfinginn Laurie Canter, sem varð í 2. sæti. Þetta er 5. sigur Coetzee á Evróputúrnum og sá fyrsti á mótaröðinni frá árinu 2018. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Íslenska karlalandsliðið varð í 9. sæti á EM áhugakylfinga
Karlalandslið Íslands í golfi hóf leik þann 9. september á Evrópumóti áhugakylfinga. Að þessu sinni var keppt á Hilversumsche Golf Club í Hollandi. Mótinu lauk í gær, þann 12. september 2020 með sigri Þjóðverja – en Ísland endaði í 9. sæti. Að þessu sinni voru aðeins fjórir leikmenn í hverju landsliði en að öllu jöfnu eru sex leikmenn í hverju liði. Fjöldi liða á EM að þessu sinni voru 14 þjóðir en að öllu jöfnu eru um 20 þjóðir sem taka þátt á EM – en Covid-19 ástandið í Evrópu hefur sett strik í reikninginn hjá mörgum þjóðum hvað varðar þátttöku á EM 2020. Íslenska liðið var skipað eftirfarandi leikmönnum: Lesa meira
Íslenska kvennalandsliðið í 8. sæti á EM áhugakylfinga!
Íslenska kvennalandsliðið varð í 8. sæti á Evrópumóti áhugakylfinga í Svíþjóð. Þetta er langbesti árangur Ísland frá upphafi skv. GSÍ. Í íslenska landsliðinum voru eftirfarandi kylfingar: Andrea Bergsdóttir, GKG; Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS; Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Saga Traustadóttir, GR. Gregor Brodie, afreksstjóri GSÍ, var liðsstjóri Lokastaðan var eftirfarandi: Svíþjóð Þýskaland Danmörk Sviss Ítalía Frakkland Spánn Ísland Tékkland Holland Belgía Slóvakía
LET: Boulden sigraði á Sviss Ladies Open – Guðrún Brá og Ólafía náðu ekki niðurskurði
Það var hin Amy Boulden frá Wales, sem sigraði á Sviss Ladies Open, sem fram fór dagana 10.-12. september 2020 og lauk í gær. Mótsstaður var Golfpark Holzhäusern í Sviss. Sigurskor Amy var samtals 17 undir pari, 199 högg (70 65 64). Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR voru báðar á meðal þátttakenda, en komust hvorugar í gegnum niðurskurð. Sjá má lokastöðuna á VP Bank Sviss Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Þorsteinn Hallgrímsson – 13. september 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Þorsteinn Hallgrímsson. Þorsteinn er fæddur 13. september 1969 og er því 51 árs í dag. Þorsteinn er kvæntur Ingibjörgu Valsdóttur og þau eiga þau tvö börn: Kristínu Maríu og Val Þorstein. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Þorstein með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Steina til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Þorsteinn Hallgrímsson (51 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Yurio Akitomi, 13. september 1950 (70 ára MERKISAFMÆLI); Ívar Örn Arnarson, GK f. 13. september 1963 (57 ára) ….. og ….. Bæjarblaðið Mosfellingur Golf 1 óskar Lesa meira










