Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2020 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Besti árangur Guðmundar Ágústs!!!

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í Northern Ireland Open supported by The R&A: GR-ingarnir Andri Þór Björnsson; Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús.

Mótið fór fram í Galgorm Spa & Golf Resort, Ballymena, á Norður-Írlandi 3.-6. september 2020.

Á mótinu náði Guðmundur Ágúst besta árangri sínum á Áskorendamótaröð Evrópu til þessa, stórglæsilegum T-5 árangri!!!

Skor Guðmundar Ágústs var 5 undir pari, 271 högg (68 67 69 67) og fyrir glæstan árangur sinn hlaut hann sem svarar 1,5 milljón íslenskum krónum eða €9,000,00

Haraldur Franklín lauk keppni á sléttu pari, 280 höggum (73 70 70 67) – varð T-33 og fyrir þann árangur sinn hlaut hann €1,460.00 eða sem svarar u.þ.b. 236.000,- íslenskum krónum.

Andri Þór varð T-48, lék á samtals 4 yfir pari, 284 höggum (73 69 70 72).

Sjá má lokastöðuna á Opna norður-írska með því að SMELLA HÉR: