Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2020 | 20:00

PGA: DJ sigraði á Tour Championship

Það var Dustin Johnson (DJ) sem sigraði á lokamóti PGA mótaraðarinnar keppnistímabilið 2019-2020, Tour Championship 2020.

Mótið fór fram 4.-7. september sl. að venju á East Lake, í Atlanta, Georgíu.

Sigurskor DJ var 21 undir pari, 269 högg (67 70 64 68).

Í 2. sæti voru Justin Thomas og Xander Schaufelle, báðir á samtals 18 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Tour Championship með því að SMELLA HÉR: