Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Alison Muirhead (63/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Dagbjört og Orri – 16. nóvember 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Dagbjört Kristín Bárðardóttir og Orri Heimisson. Dagbjört er fædd 16. nóvember 1975 og á því 45 áraafmæli í dag. Orri hins vegar er fæddur 16. nóvember 1995 og á 25 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebooksíður afmæliskylfinganna hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Dagbjört Kristín Bárðardóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Orri Heimisson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Betty Hicks, f. 16. nóvember 1920 – d. 20. febrúar 2011); Barabara Romack, 16. nóvember 1932 (88 ára); Salína Helgadóttir, GR, 16. nóvember 1958 (62 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2020 | 23:59

Masters 2020: DJ sigraði!!!

Það var nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ), sem sigraði á 84. Mastersmótinu nú í dag, 15. nóvember 2020 á nýju mótsmeti. Sigurskor hans var samtals 20 undir pari, 268 högg (65 70 65 68). Fyrra mótsmet áttu þeir félagarnir Tiger Woods (1997) og Jordan Spieth (2015), en það var 18 undir pari, 270 högg. Í 2. sæti, 5 höggum á eftir DJ, urðu Ástralinn Cameron Smith og Sungjae Im frá S-Kóreu. DJ var fagnað vel eftir sigurinn af barnsmóður sinni, Paulinu Gretzky og það var sjálfur Tiger Woods sem klæddi DJ í græna jakkann, s.s. hefð er. Þetta er fyrsti Masters sigur DJ. Sjá má lokastöðuna á Masters 2020 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sóley Kristmundsdóttir – 15. nóvember 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Sóley Kristmundsdóttir. Sóley er fædd 15. nóvember 1990 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Sóleyju til hamingju með daginn hér að neðan: Sóley Kristmundsdóttir – 30 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Edward Loar, 15. nóvember 1977 (43 ára); Ottó Sigurðsson, 15. nóvember 1979 (41 árs); Lorena Ochoa 15. nóvember 1981 (39 ára); Ben Silverman, 15. nóvember 1987 (33 ára); Joakim Lagergren, 15. nóvember 1991 (29 ára); Félag einstæðra foreldra (51 árs) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2020 | 10:39

Masters 2020: DJ með 4 högga forystu f. lokadaginn

Dustin Johnson (DJ) er með 4 högga forystu á næstu menn eftir 3. hring Masters risamótsins. DJ er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (65 70 65). Fjórum höggum á eftir honum eru þeir Abraham Ancer, Sungjae Im og Cameron Smith. Dylan Fritelli frá S-Afríku er í 5. sæti á 11 undir pari og Justin Thomas í 6. sæti á 10 undir pari. Brooks Koepka og Rory McIlroy eru meðal þeirra sem eru T-10 og Tiger Woods og Xander Schauffele meðal þeirra sem eru T-20. Sjá má stöðuna á Masters með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2020 | 22:00

Masters 2020: 5 í forystu í hálfleik

Nokkuð óvenjulegt, eins og allt árið 2020, er að Masters risamótið fer nú fram í nóvember. Það eru fimm (5) sem eru efstir og jafnir í hálfleik á Masters. Þetta eru þeir Abraham Ancer frá Mexíkó, Dustin Johnson og Justin Thomas frá Bandaríkjum, hinn ástralski Cameron Smith og Spánverjir Jon Rahm. Þeir hafa allir spilað á 9 undir pari, 135 höggum. Tiger Woods er meðal keppenda og sem stendur T-17.  Bernhard Langer, sem er meðal efstu kylfinga í mótinu er T-26 – vel af sér vikið!!! Jordan Spieth hefir oft staðið sig betur á Augusta, rétt slapp í gegnum niðurskurð og er T-50. Niðurskurður í ár miðaðist í við slétt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (46/2020)

Hvar er hægt að finna 100 lækna samankomna? Á golfvelli. Svo einn skoskur: MacDermott and MacDuff were sitting in the clubhouse on a raw, blustery day, thawing their beards in front of the fireplace while freezing rain beat against the windows. The pair were silent for a long time over their whiskeys. Finally, MacDermott spoke, “That was quite a round of golf.” “Aye,” MacDuff replied. “Same time next Saturday?” “Aye,” said MacDuff, “weather permitting.”

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2020 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín lauk keppni T-14 – Stórglæsilegt!!

Haraldur Franklín Magnús, GR, náði í dag besta árangri sínum á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið sem hann tók þátt í var Andalucía Challenge de Cádiz, sem fór fram á Iberostar Real Club de Golf Novo Sancti Petri, í Cadiz, Spáni, 11.-14. nóvember 2020. Haraldur lék á samtals 3 undir pari, 285 höggum (74 70 70 71) og varð T-14!!! Stórglæsilegt!!!! Guðmundur Ágúst Kristjánsson tók einnig þátt í mótinu en komst ekki gegnum niðurskurð. Sigurvegari mótsins varð heimamaðurinn Pep Angles, en hann lék á samtals 14 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Andalucía Challenge de Cádiz með því að SMELLA HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Haeji Kang – 14. nóvember 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Haeji Kang, frá S-Kóreu.Haeji er fædd 14. nóvember 1990 í Seúl, Suður-Kóreu og á því 30 ára stórafmæli í dag! Haeji gerðist atvinnumaður í golfi 2007. Hún spilar á LPGA, en á aðeins 1 sigur í beltinu á Futures mótaröðinni  en sá sigur kom á Greater Richmond Duramed FUTURES Classic, 17. ágúst 2008. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charles Blair Macdonald, f. 14. nóvember 1855 – d. 21. apríl 1939; Samuel Henry „Errie“ Ball, f. 14. nóvember 1910 – d. 2. júlí 2014; Petrea Jónsdóttir, 14. nóvember 1949 (71 árs); Ágústa Hansdóttir, 14. nóvember 1958 (62 ára); Orense Golf Madrid (62 ára); Jacob Thor Haraldsson 14. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2020 | 10:00

LET: Guðrún Brá úr leik í Saudi Arabíu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í Aramco Saudi Ladies International, en mótið fer fram dagana 12.-15. nóvember 2020. Guðrún Brá komst ekki í gegnum niðurskurð en spilaði fyrstu tvo hringi mótsins á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (80 76). Niðurskurður miðaðist við samtals 8 yfir pari eða betra. Efst í mótinu er danska stúlkan Emily Kristine Pedersen, en hún hefir spilað á samtals 9 undir pari (67 68). Sjá má stöðuna á Aramco Saudi Ladies International með því að SMELLA HÉR: