Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2020 | 10:39

Masters 2020: DJ með 4 högga forystu f. lokadaginn

Dustin Johnson (DJ) er með 4 högga forystu á næstu menn eftir 3. hring Masters risamótsins.

DJ er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (65 70 65).

Fjórum höggum á eftir honum eru þeir Abraham Ancer, Sungjae Im og Cameron Smith.

Dylan Fritelli frá S-Afríku er í 5. sæti á 11 undir pari og Justin Thomas í 6. sæti á 10 undir pari.

Brooks Koepka og Rory McIlroy eru meðal þeirra sem eru T-10 og Tiger Woods og Xander Schauffele meðal þeirra sem eru T-20.

Sjá má stöðuna á Masters með því að SMELLA HÉR: