Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2020 | 23:59

Masters 2020: DJ sigraði!!!

Það var nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ), sem sigraði á 84. Mastersmótinu nú í dag, 15. nóvember 2020 á nýju mótsmeti.

Sigurskor hans var samtals 20 undir pari, 268 högg (65 70 65 68).

Fyrra mótsmet áttu þeir félagarnir Tiger Woods (1997) og Jordan Spieth (2015), en það var 18 undir pari, 270 högg.

Í 2. sæti, 5 höggum á eftir DJ, urðu Ástralinn Cameron Smith og Sungjae Im frá S-Kóreu.

DJ var fagnað vel eftir sigurinn af barnsmóður sinni, Paulinu Gretzky og það var sjálfur Tiger Woods sem klæddi DJ í græna jakkann, s.s. hefð er.

Þetta er fyrsti Masters sigur DJ.

Sigurkossinn

Sjá má lokastöðuna á Masters 2020 með því að SMELLA HÉR