Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2020 | 10:00

LET: Guðrún Brá úr leik í Saudi Arabíu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í Aramco Saudi Ladies International, en mótið fer fram dagana 12.-15. nóvember 2020.

Guðrún Brá komst ekki í gegnum niðurskurð en spilaði fyrstu tvo hringi mótsins á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (80 76).

Niðurskurður miðaðist við samtals 8 yfir pari eða betra.

Efst í mótinu er danska stúlkan Emily Kristine Pedersen, en hún hefir spilað á samtals 9 undir pari (67 68).

Sjá má stöðuna á Aramco Saudi Ladies International með því að SMELLA HÉR: